Lögbannskrafa á innheimtu Lýsingar

heimilin.is

Fyrir hönd Hagsmunasamtök heimilanna var í dag lögð fram hjá sýslumanninum í Reykjavík lögbannskrafa þar sem þess er krafist að innheimta Lýsingar hf. vegna ólögmætra gengistryggðra lána til tækja- og bílakaupa verði stöðvuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

 Þar er rifjað upp að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, fyrst þann 15. febrúar sl. í og svo aftur þann 18. október að endurútreikningar gengistryggðra lána væru ólögmætir, þar sem óheimilt væri að reikna vexti afturvirkt á þegar greidda gjalddaga.

„Í síðarnefnda dómnum gekk Hæstiréttur lengra en áður með því að tiltaka nánar hvernig eigi að endurreikna lánin og meðhöndla greiðslur sem þegar hafa verið greiddar inn á lánið, auk þess sem segir að upphaflega umsamdir vextir lánsins skuli standa. Í kjölfarið lýstu forsvarsmenn Lýsingar því yfir að dómurinn næði ekki yfir samninga fyrirtækisins, og að ekki stæði til að hefja endurútreikninga í samræmi við hann að svo stöddu. Í framhaldinu hafa forsvarsmenn félagsins verið kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að gefa skýringar á þessari afstöðu sinni.

 Hagsmunasamtök heimilanna nýta nú heimild sína á grundvelli laga nr. 141/2001 og leita lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda gagnvart innheimtuháttum Lýsingar vegna samninga sem innihalda ólögmæt gengistryggingarákvæði. Núverandi endurútreikningar eru að öllum líkindum  of háir, og hafa jafnvel margir lántakendur nú þegar greitt lán sín upp í raun og veru. Þess er krafist að innheimta verði ekki leyfð að nýju fyrr en réttir og sannanlega lögmætir endurútreikningar liggja fyrir í samræmi við dóma Hæstaréttar (nr. 600/2011 og nr. 464/2012),“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert