Minnið brást Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bíður eftir því að gefa skýrslu …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bíður eftir því að gefa skýrslu fyrir dómi. Við hlið hans situr Gunnlaugur Sigmundsson. mbl.is/Andri Karl

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem hann gaf skýrslu við aðalmeðferð í máli gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni. Þar lýsti hann aðkomu sinni að málinu en hann skrifaði undir veðsetningu hlutabréfa í umboði annarra.

Skýrslutakan yfir Bjarna tók afar stuttan tíma, enda þáttur hans í málinu lítill. Hann skýrði aðkomu sína, þ.e. að hann fékk umboð til að veðsetja hlutabréf þriggja félaga en eigendur þeirra voru í útlöndum. „Ég brást vel við og mætti fyrir þeirra hönd og skrifaði undir skjölin,“ sagði Bjarni.

Þegar kom að því að greina frá því hvenær það var sem hann skrifaði undir brást hins vegar minni Bjarna. „Ég man það ekki nákvæmlega. [...] Það hefur verið mánudaginn 11. febrúar 2008 eða þriðjudaginn 12. febrúar.“ Hann skýrði svo frá því að hann myndi það ekki sjálfur en dagsetningarnar séu byggðar á samtali við Einar Sveinsson, sem átti í félögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert