Ný bryggja í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn
Herjólfur í Landeyjahöfn mbl.is/RAX

Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrrar þjónustubryggju í Landeyjahöfn. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að um sé að ræða nýja bryggju og verður hún staðsett gegnt ferjubryggjunni í höfninni.

„Þessi bryggja er aðallega hugsuð fyrir dýpkunarskipin og eins vegna almenns viðhalds á mannvirkjum þarna við hausinn og hafnargarðana,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að upphaflega hafi verið ætlunin að nota bryggju Herjólfs fyrir dýpkunarskip og önnur skip sem sinni reglulegu viðhaldi hafnarinnar. Það hafi hins vegar ekki reynst vel að nota ferjubryggjuna til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert