Andlát: Anna Torfadóttir, fv. borgarbókavörður

Anna Kristjana Torfadóttir.
Anna Kristjana Torfadóttir.

Anna Kristjana Torfadóttir, fyrrverandi borgarbókavörður, lést 30. nóvember síðastliðinn á sextugasta og fjórða aldursári.

Anna fæddist í Reykjavík 25. janúar 1949, dóttir Torfa Ásgeirssonar hagfræðings og Veru Pálsdóttur húsfreyju sem lifir dóttur sína.

Anna varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og almennri bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1976 og mastersgráðu í stjórnun frá University of Wales, Aberystwyth 1995.

Anna starfaði sem bókasafnsfræðingur á Amtsbókasafninu á Akureyri frá 1976 til 1978. Í nóvember 1978 hóf hún störf við Borgarbókasafn Reykjavíkur, fyrst sem bókasafnsfræðingur og síðan safnstjóri aðalsafns. Hún tók við starfi borgarbókavarðar árið 1998 og gegndi því starfi þar til í maí 2012 er hún lét af störfum vegna veikinda.

Anna gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina og sat meðal annars í stjórn Félags bókasafnsfræðinga, ritstjórn Bókasafnsins og stjórn Landskerfis bókasafna hf. Anna var stundakennari við Háskóla Íslands og gegndi auk þess nefndarstörfum á vegum menntamálaráðuneytis á vettvangi bókasafnamála.

Dóttir Önnu er Vera Júlíusdóttir og er maður hennar Gauti Sigþórsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert