Hækkar lán heimilanna um 3 milljarða

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það var upplýst á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag að hækkun tóbaksskattanna muni leiða til hækkunar lána heimilanna um 3 milljarða króna að lágmarki fari þetta óbreytt í gegn. Þar er aðeins verið að tala um tóbaksgjaldið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.

Vísar hann þar til fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar vegna ársins 2013 sem er til umfjöllunar á Alþingi en stjórnarandstæðingar hafa meðal annars gagnrýnt frumvarpið fyrir það að vera verðbólguaukandi.

Guðlaugur segir að eftir sé hins vegar að reikna áhrif annarra skattahækkana á neysluvísitöluna og þar með lán heimilanna. „Því miður er þar af nógu að taka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert