Þingfundi slitið kl. 06:21

mbl.is/Ómar

Önnur umræða um fjár­laga­frum­varp næsta árs stóð yfir í alla nótt eða til kl. 06:21, en þá var fundi slitið. Umræðan hófst kl. 13:30 í gær og halda umræðurn­ar áfram þegar þing­fund­ur hefst aft­ur kl. 15 í dag.

Sem fyrr voru það þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar sem fjöl­menntu í ræðustól til að fjalla um frum­varpið. Önnur umræða um fjár­lög fyr­ir hef­ur staðið yfir frá því á fimmtu­dag. Stjórn­ar­liðar saka stjórn­arnd­stöðuna um málþóf en stjórn­ar­and­stæðing­ar segja að frum­varpið sé meingallað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert