Þingfundi slitið kl. 06:21

mbl.is/Ómar

Önnur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stóð yfir í alla nótt eða til kl. 06:21, en þá var fundi slitið. Umræðan hófst kl. 13:30 í gær og halda umræðurnar áfram þegar þingfundur hefst aftur kl. 15 í dag.

Sem fyrr voru það þingmenn stjórnarandstöðunnar sem fjölmenntu í ræðustól til að fjalla um frumvarpið. Önnur umræða um fjárlög fyrir hefur staðið yfir frá því á fimmtudag. Stjórnarliðar saka stjórnarndstöðuna um málþóf en stjórnarandstæðingar segja að frumvarpið sé meingallað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert