Þurftu að beita varnarúða

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að Ránargötu skömmu fyrir klukkan sjö í morgun vegna mikilla láta í íbúð við götuna. Vegna ástandsins á þeim sem voru í íbúðinni þurfti lögregla að beita varnarúða til að ná tökum á vettvangi.

Undir áhrifum fíkniefna

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu tveir menn gengið í skrokk á þeim þriðja. Þegar lögregla kom á staðinn var annar árásarmannanna horfinn af vettvangi en hinn var handtekinn. 

Sá er ráðist var á var fluttur á slysadeild til skoðunar en meiðsl eru talin minniháttar.  Sá sem var handtekinn var vistaður í fangaklefa og verður rætt við hann þegar af honum rennur en hann í mikilli vímu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert