„Ef Ísland samþykkir þessa tillögu í nýja stjórnarskrá sína verður það fyrsta landið í heiminum til þess að banna mismunun á grundvelli líkamsþyngdar.“
Þetta segir Rebecca Puhl, framkvæmdastjóri hjá Yale Rudd Center, á heimasíðu stofnunarinnar. Hún vísar þar til tillögu Samtaka um líkamsvirðingu um að sett verði inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá að bannað verði að mismuna fólki á grundvelli holdafars.
Þá segir hún ennfremur að slík tímamótalöggjöf gæti dregið úr ranglæti og aukið lífsgæði margra Íslendinga sem standi höllum fæti gagnvart ósanngjarnri meðferð vegna þyngdar sinnar.