Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs er nú lokið á Alþingi en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var síðastur á mælendaskrá og lauk ræðu sinni rétt í þessu.
Umræðan hefur nú staðið yfir frá því síðastliðinn fimmtudag og hafa ásakanir gengið á víxl vegna þess. Stjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstæðinga um málþóf en stjórnarandstæðingar sakað stjórnarliða á móti um að vilja ekki taka þátt í umræðum um frumvarpið.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra talar nú fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.