Vopnað rán á Laugavegi

mbl.is/Eggert

Ræningjar veittust að tveimur mönnum á Laugavegi í nótt og höfðu af þeim fjármuni og greiðslukort. Mennirnir sem voru rændir tilkynntu um ránið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu kl. 01:40 í nótt. Þá sakaði ekki. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að mennirnir hafi sagt að þeir hefðu verið á gangi á Laugavegi við skrifstofur Tryggingastofnunar þegar tveir menn veittust að þeim. Annar ræningjanna var vopnaður hníf.

Lögreglan segir að kl. 04:40 í nótt hafi tæplega þrítugur karlmaður verið handtekinn í Grafarvogi, en hann er grunaður um aðild að ráninu.

Hann er þekktur brotamaður að sögn lögreglu og var hann í annarlegu ástandi þegar lögregluna bar að garði. Ekki verður hægt að yfirheyra hann fyrr en líður á daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka