Ríflega 900 tonn flutt út af frosnum hvalaafurðum

Hvalkjöt.
Hvalkjöt. mbl.is/Eggert

„Markaðurinn fyrir hvalkjöt í Japan er dálítið erfiður. Það er enda niðursveifla í Japan. Það er ekki mikið í gangi. Hlutirnir ganga frekar hægt en þetta nuddast út,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., um útflutning á hvalaafurðum til Japans það sem af er ári.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort eyðileggingin vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan í fyrra komi hér við sögu segir Kristján að fleira komi til.

„Það er rólegt yfir öllu í Japan. Það gildir það sama um fiskafurðir og hvalaafurðir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka