Ferlið jafnvel lagt til hliðar

Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður.
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Póli­tík­in verður nú lík­lega býsna mikið upp­tek­in við annað eft­ir ára­mót og mér finnst því ekk­ert ósenni­legt að það yrði hægt á þessu ferli eða það jafn­vel lagt til hliðar um sinn fram yfir kosn­ing­ar. En þetta er samt eng­in ákvörðun sem hef­ur verið tek­in.“

Þetta seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við mbl.is og vís­ar þar til um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Hann seg­ir að þetta sé ein­fald­lega ákveðið viðhorf sem hann og Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, hafi viðrað síðastliðið haust að gæti komið til álita.

„Ég held að það ger­ist nú nán­ast af sjálfu sér að það muni hægja á þessu. Það þýðir ekki að það sé ekki hægt að halda áfram með það sem þegar er í gangi. En það er held­ur ólík­legt að menn fari að opna eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Árni.

-Þeir sem verða í rík­is­stjórn að lokn­um næstu þing­kosn­ing­um, hverj­ir sem þeir verða, gætu þá vænt­an­lega end­ur­metið stöðuna eft­ir kosn­ing­arn­ar?

„Jájá, hugs­an­lega gæti Alþingi þá tekið nýja ákvörðun eða hvernig sem það verður,“ seg­ir Árni að end­ingu.

Nán­ar verður rætt við Árna í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert