Lágtekjufólk á ekki fyrir útgjöldum

mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Sá fjórðungur þjóðarinnar sem lægstar tekjur hefur á ekki fyrir útgjöldum sínum og er því að safna skuldum. Þetta kemur fram í rannsókn Hagstofu Íslands útgjöldum heimilanna árin 2009–2011.

Rannsóknin byggir á svörum fólks sem hélt nákvæma búreikninga í tvær vikur. Þegar talað er um ráðstöfunartekjur heimilis er átt við samanlagðar launatekjur, lífeyris- og bóta-greiðslur og hlunnindi allra heimilismanna, ennfremur fjármagnstekjur og aðrar tekjur ef einhverjar eru. Frá tekjum dragast álagðir skattar.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að ráðstöfunartekjur heimilanna væru að meðaltali 6.165.051 króna á ári, en útgjöld 5.321.540 krónur. Ekki ná þó öll heimili endum saman. Samkvæmt rannsókninni eru meðaltekjur þess fjórðungs sem er með lægstar tekjur 3.842.316 krónur en útgjöldin voru 4.240.096 krónur. Útgjöldin eru því rúnlega 10% meiri en tekjurnar. Heimili þar sem tekjurnar eru hærri hafa borð fyrir báru og mestur afgangur er hjá heimilum þar sem tekjurnar eru hæstar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert