Tók milljónir út af korti Magnúsar Ármanns

Magnús Ármann.
Magnús Ármann.

Sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að svíkja út tæpar fjörutíu milljónir króna út af kreditkorti Magnúsar Ármanns árið 2007. Níu mánuðir liðu frá fyrstu úttekt mannsins þar til Magnús áttaði sig á þjófnaðinum.

Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld.

Þar segir að um hafi verið að ræða 32 færslur sem nema samtals 40 milljónum króna. Maðurinn rak meðferðar- og ráðgjafarfyrirtæki og notaði posa fyrirtækisins til að handskrá færslurnar. Magnús kærði málið og fór aðalmeðferð þess fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Þar kom fram að maðurinn komst yfir kreditkortanúmer Magnúsar á skemmtistaðnum Strawberries í Lækjargötu. Maðurinn neitaði því við aðalmeðferðina og sagði að Magnús hefði heimilað úttektirnar.

Framhald aðalmeðferðar er í næstu viku og þá mun Magnús gefa skýrslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert