Umfjöllun um kennitöluflakk bönnuð

iPhone fimm
iPhone fimm

Neytendastofa hefur bannað iPhone.is og forsvarsmanni þessað viðhafa ummæli um kennitöluflakk  fyrirsvarsmanns netverslunarinnar Buy.is, á netinu. Hins vegar telur Neytendastofa ekki rétt að sekta fyrir fyrri ummæli á netinu.

Neytendastofu barst kvörtun frá fyrirsvarsmanni Buy.is yfir ummælum sem fyrirsvarsmaður iPhone.is viðhafði um hann á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti fyrirsvarsmaður iPhone.is athygli á kennitöluflakki Buy.is og lét falla ýmsar athugasemdir um fyrirsvarsmann Buy.is vegna kennitöluflakks félagsins.

Neytendastofa taldi ummælin væru sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna og spjallþráðinn vera stofnaðan í þeim tilgangi að kasta rýrð á Buy.is. Fyrirtækjum er ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en þeim eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinautnum.

Neytendastofa taldi ummæli fyrirsvarsmanns iPhone.is óviðeigandi og ósanngjörn gagnvart Buy.is auk þess sem þau væri til þess fallin að hafa áhrif á eftirspurn eftir vörum eða þjónustu Buy.is. Neytendastofa féllst hins vegar ekki á það með Buy.is að ummælin hefðu áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda þar sem neytendum væru ekki veittar rangar eða villandi upplýsingar um vörur Buy.is.

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að sekta iPhone.is fyrir brotið en bannaði félaginu og fyrirsvarsmanni þess að hafa uppi sambærileg ummæli um keppinauta sína í framtíðinni, að viðlögðum sektum.

Úrskurðurinn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert