Villandi fréttaflutningur

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

„Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, álitsgjafar á þeirra bandi og ríkisfréttamenn leggjast nú á eitt við að reyna að þrýsta stjórnarandstöðunni til uppgjafar á alþingi“ segir Bergþór Ólason, fjármálastjóri, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir hann öll verstu og minnst undirbúnu mál ríkisstjórnarinnar eiga víst að renna baráttulaust í gegn. Í þessu skyni séu nú sagðar látlausar fréttir af því að stjórnarandstaðan stundi „málþóf“ á alþingi.

Bergþór lýkur grein sinni með þessum orðum: „Ef menn vilja í raun segja fréttir af því hvað umræða um eitt mál hafi tekið langan tíma frá öðrum, þá eiga þeir að horfa til þess hversu mikið af áætluðum fundatíma hefur farið í málið, ekki hversu lengi hefur verið talað á aukafundum sem ella hefðu aldrei verið haldnir. En af einhverjum ástæðum gera fréttamenn það ekki.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert