Búist við stormi

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búist er við stormi við norðausturströndina og á miðhálendinu á morgun.

Spá Veðurstofunnar er svohljóðandi:

Suðaustan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda en hægari og þurrt um landið norðaustanvert fram eftir degi. Snýst í suðvestan 8-13 með slyddu- eða snjóéljum vestantil seint í dag, en suðaustan 10-18 og rigning austanlands í kvöld og fram á nótt.

Snýst í norðan 5-13 vestantil og léttir til á morgun en gengur í norðan og norðvestan 15-23 austantil, hvassast við norðausturströndina og við fjöll suðaustantil síðdegis. Snjókoma norðaustantil á morgun, en léttir til suðaustanlands. Hlýnar upp fyrir frostmark víðast hvar norðantil í dag, en hiti 2 til 7 stig sunnan- og vestanlands. Kólnar aftur á morgun og frostlaust við ströndina síðdegis, en vægt frost inn til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert