N1, Orkan, Skeljungur og Atlantsolía hafa öll lækkað hjá sér verð á bensíni um 15 krónur í dag, en N1 auglýsti lækkunina í Morgunblaðinu í dag. Nú kostar bensínlítrinn 232 kr. Þá kostar lítri af dísilolíu um 241 kr.
Á níunda tímanum lækkaði ÓB hjá sér verð um 15 kr.
Ekki er búið að lækka verð hjá Shell eða Olís. Algengt verð á bensíni hjá Olís er 247,4 kr. og 249,6 kr. hjá Shell.
Í tilkynningu frá N1 segir að verðlækkunin gildi til miðnættis á öllum þjónustustöðvum og sjálfsafgreiðslustöðvum N1. Um er að ræða 15 krónu lækkun á bensíni, dísilolíu og metani. N1 segir að tryggir viðskiptavinir með N1-kort fái viðbótarafslátt að auki.