Eygló leiðir í Kraganum

Eygló Þ. Harðardóttir fagnar fyrsta sætinu á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í …
Eygló Þ. Harðardóttir fagnar fyrsta sætinu á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eygló Þóra Harðardóttir alþingismaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Eygló fékk 158 atkvæði, 53,7%  í fyrsta sætið, en Willum Þór Þórsson fékk 136 atkvæði og 46,3%.

Þetta var niðurstaða kosningar á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi sem nú er haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

Þrjú buðu sig fram í fyrsta sætið, auk þeirra Eyglóar og Willums bauð Una María Óskarsdóttir sig fram í fyrsta sætið og reyndar annað sætið líka. Fyrst var kosið á milli þeirra þriggja, en þar sem ekkert þeirra fékk einfaldan meirihluta í fyrri umferð var kosið aftur og lágu úrslitin fyrir um klukkan hálf eitt.

Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins telst sá kjörinn sem hlýtur fleiri atkvæði í síðari umferðinni. Þegar úrslit liggja fyrir um 1. sætið skal kosið á sama hátt um 2. sætið og svo framvegis þar til kosið hefur verið í sæti 1-7.

Frétt mbl.is: Kjósa þarf aftur á milli Eyglóar og Willums.

Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert