Illur andi hljóp í börnin

Maðurinn vill ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við …
Maðurinn vill ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við börnin. mbl.is/Ómar

Maður sem rætt er við í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins fullyrðir að illir andar hafi tekið sér bólfestu í tveimur barnabörnum sínum um nokkurra vikna skeið fyrir fáeinum misserum.

Börnin bjuggu þá erlendis ásamt móður sinni, dóttur mannsins, sem er einstæð. Hann hafði farið utan til að hjálpa þeim að flytja í nýtt húsnæði.

Andsetningin lýsti sér með ýmsum hætti en áberandi var að börnin komust úr jafnvægi við hlý orð og bænir. Máttu ekki heyra Jesú Krist nefndan á nafn. Þegar mest gekk á létu þau öllum illum látum, hræktu á og formæltu fólki.

Í blaðinu segir m.a. að illa hafi gengið að tjónka við börnin ytra og komu feðginin heim til Íslands með þau að þremur vikum liðnum. Þegar ekkert hafði breyst sex eða sjö vikum síðar komust þau í samband við mann hér heima sem varð til þess að börnin urðu eðlileg á ný.

Forsíða Sunnudagsblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðsins. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert