„Aðkoma Egils Helgasonar að þessu máli er sorglegur vitnisburður um þá tækifærismennsku sem stundum einkennir þjóðmálaumræðuna á Íslandi.“
Þetta ritar Guðni Elísson, prófessor við Háskóla Íslands, í grein sem birtist eftir hann í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar sem kom út í gær. Greinin nefnist „Í heimi getgátunnar: Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason“.
Í henni gerir Guðni mál Vantrúar gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni, kennara við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, að umfjöllunarefni. Morgunblaðiðfjallaði ýtarlega um málið á sínum tíma en Vantrú kærði Bjarna Randver í ársbyrjun 2010 fyrir kennslu í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar.
Guðni fjallar m.a um þátt Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í málinu en samkvæmt skrifum Guðna var hann einn þeirra sem tóku undir sjónarmið vantrúarfélaga eftir að hafa verið harður andstæðingur þeirra nokkru áður.