Kjördæmafélag Dögunar í Norðausturkjördæmi var stofnað á Akureyri 8. desember. Fundurinn var haldinn í Lionssalnum í Skipagötu 14 og var það Benedikt Sigurðarson sem setti fundinn og Gísli Tryggvason, fulltrúi í framkvæmdaráði Dögunar, kynnti stofnun og stefnuskrárvinnu flokksins.
Stjórn kjördæmafélagsins var skipuð en í henni eru: Aðalheiður Ámundadóttir, Arinbjörn Kúld og Þorkell Ásgeir Jóhannsson. Þá eru í varastjórn: Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, Erling Ingvason og Jón Heiðar Daðason.
Framkvæmdaráð Dögunar hefur ákveðið að landsuppstillingarnefnd verði skipuð 13 fulltrúum, tveimur úr hverju kjördæmi auk 13. oddamanns. Fyrir Norðausturkjördæmi sitja í landsuppstillingarnefnd Dögunar Benedikt Sigurðarson og Aðalheiður Ámundadóttir. Frá þessu er greint á heimasíðu flokksins.