150 friðarskýjaluktir á loft

Borgarstjóri tendraði ljós á friðarskýjaluktum í tilefni af Alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag. Erfiðlega gekk að koma fyrstu luktunum á loft eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Það hafðist þó um síðir.

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hélt í dag upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn í samvinnu við pólska félagið Projekt:Polska.  Jón Gnarr borgarstjóri tendraði ljós á fyrstu luktinni en alls var kveikt á 150 friðarskýjaluktum í miðborg Reykjavíkur við Tjörnina.  

Tilgangurinn með viðburðinum er að styðja þá sem berjast fyrir mannréttindum hvarvetna í heiminum og sýna samhug með fórnarlömbum mannréttindabrota.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert