Enginn bilbugur

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson

„Það er enginn bilbugur á ríkisstjórnarflokkunum varðandi umsóknina að Evrópusambandinu. Í ágúst síðastliðnum barst örvæntingarfullt neyðarkall frá þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þar sem þeir kölluðu eftir því að fram færi það sem kallað hefur verið endurmat á aðildarumsókninni að Evrópusambandinu,“ segir þingmaðurinn Einar K. Guðfinnsson í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Einar Kristinn að bent hafi verið á að forsendur hefðu breyst í Evrópu, bæði pólitískar og efnahagslegar, og óvissa væri um það hvert Evrópusambandið mundi stefna. Síðan eru liðnir um fjórir mánuðir. Við vitum að fyrstu viðbrögð Samfylkingarinnar voru einfaldlega þau að urra á Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, sem lagði niður skottið. Síðan hefur ekkert frekara gerst.

Þá segir þingmaðurinn m.a. í grein sinni: „Í fjárlagafrumvarpinu er sérstakur fjárlagaliður sem nefnist einfaldlega styrkir frá Evrópusambandinu vegna aðildarumsóknar. Þetta er heldur engin smá upphæð. 806 milljónir króna, hvorki meira né minna. Styrkir frá ESB eru sem sagt orðnir umtalsverður hluti af tekjum íslenska ríkisins!“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert