Hætta að greiða af verðtryggðu láni

Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem …
Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem þau tóku hjá Íbúðalánasjóði arið 2007. mbl.is/Golli

Fjög­urra manna fjöl­skylda í Reykja­nes­bæ hef­ur sent for­stjóra Íbúðalána­sjóðs bréf þar sem hún til­kynn­ir að hún sé hætt að greiða af íbúðaláni. Lánið var upp­haf­lega 23 millj­ón­ir, en er komið upp í 32 millj­ón­ir. Fjöl­skyld­an met­ur íbúðina á 22 millj­ón­ir, en hún átti 10 millj­ón­ir þegar hún keypti árið 2007.

Hafa tapað allri eign sinni og meira til

Fjöl­skyld­an sendi fjöl­miðlum af­rit af bréfi sem hún sendi til for­stjóra Íbúðalána­sjóðs, en í bréf­inu segj­ast þau hafa tekið ákvörðun um að hætta að greiða af lán­inu.

„Við und­ir­rituð eig­end­ur og íbú­ar að (eign okk­ar) í Reykja­nes­bæ höf­um tekið þá erfiðu ákvörðun fyr­ir okk­ar hönd og 4ra manna fjöl­skyldu okk­ar miðað við fyr­ir­liggj­andi aðstæður og gögn að gef­ast upp á að borga af verðtryggðum lán­um vegna heim­il­is okk­ar og verður það þá að hafa sinn gang með upp­boð það á heim­ili okk­ar sem búið er að boða til vegna þess­ara verðtryggðu og stökk­breyttu skulda okk­ar sem voru vel viðráðan­leg­ar í upp­hafi fyr­ir okk­ur.

Þessa erfiðu ákvörðun tök­um við eft­ir að hafa hugsað málið í lengri tíma en nú er svo komið að við sjá­um ekki neinn til­gang með að borga af eign­inni og með því inn í þá hít sem greiðslur á verðtryggðum lán­um eign­ar­inn­ar eru í raun fyr­ir okk­ur. Þar fyr­ir utan höf­um við ekki efni á því að lifa mann­sæm­andi, hóf­sömu og eðli­legu lífi og get­um ekki boðið börn­un­um okk­ar upp á  það sem við vilj­um bjóða þeim upp á sem er ekki ásætt­an­legt og ætti ekki að vera raun­in á Íslandi árið 2012.

Hluti af þess­ari erfiðu ákvörðun er vegna þess að við sjá­um enga framtíð í því að greiða í hít­ina og einnig að við sjá­um eng­ar lausn­ir í sjón­máli og erum í raun bú­inn að gef­ast upp á að stjórn­völd leysi þann vanda sem við okk­ur og allt of mörg­um fjöl­skyld­um blas­ir. Eigna­verð á Suður­nesj­un­um hef­ur lækkað mikið frá því við keypt­um húsið á 33 millj­ón­ir árið 2007 en við lögðum þá 10 millj­ón­ir fram við kaup­in á eign­inni ásamt því að húsið var ekki full­búið þannig að við höf­um greitt eft­ir kaup­in um 6 millj­ón­ir sem fóru m.a. í að gera þakkant á húsið, klára baðher­bergið, gera lóðina klára og setja upp góðan sólpall því við ætluðum að vera í þessu húsi þangað til við fær­um á elli­heim­ili.

Einnig hafa komið í ljós gall­ar á eign­inni sem verktak­inn ætti að taka ábyrgð á en verk­taka­fyr­ir­tækið er farið á haus­inn þannig að þangað er ekk­ert að sækja leng­ur og því mund­um við sjálf þurfa að greiða fyr­ir þá vinnu sem því fylg­ir. Þess­ir gall­ar eru meðal ann­ars að stærst­um hluta hönn­un­ar­gall­ar vegna glugga og þaks húss­ins og er áætlaður kostnaður vegna þessa galla að sögn smiðs um 5 millj­ón­ir var­lega áætlað sem búið er að taka til­lit til í því sölu­verði sem við setj­um hér fram.

Húsið okk­ar er í dag senni­lega um 22 millj­ón króna virði á góðum degi miðað við ástand fast­eigna­markaðar­ins og þá galla sem á eign­inni eru ef þá á annað borð tæk­ist að selja með þess­um göll­um, áhvílandi verðtryggðar skuld­ir eru nú komn­ar upp í um 32 millj­ón­ir en við tók­um um 23 millj­ón króna lán við kaup­in. Nú er svo komið að við erum búin að tapa þeim 10 millj­ón­um sem við lögðum í kaup­in, einnig þeim 6 millj­ón­um sem við lögðum í að klára húsið og svo skuld­um við að auki um 10 millj­ón­ir um­fram sölu­verðið ef og þó við gæt­um selt húsið.

Sam­tals er því tap okk­ar ef við reikn­um dæmið til enda í dag miðað við að selja húsið okk­ar um 26 millj­ón­ir og ef við ákveðum að vera áfram í hús­inu þá ger­ist ekk­ert annað en að við skuld­um meira og meira því vísi­tölu­bind­ing verðtryggðu lán­anna okk­ar ger­ir það að verk­um að lán­in okk­ar hækka í hverj­um mánuði og er það ekki síst sú staðreynd sem fær okk­ur til að taka þessa erfiðu ákvörðun fyr­ir okk­ur og fjöl­skyldu okk­ar auk van­trú­ar á að nokkuð verði gert fyr­ir okk­ur eða aðra í sömu aðstöðu.

Ef svo færi að okk­ur yrði boðin ein­hver ásætt­an­leg niðurstaða í mál þetta þá erum við til í að skoða það en þá bara á þeim for­send­um að við hefðum ein­hverja von til þess að vera þannig sett með fjöl­skyld­una að það væri ein­hver von um mann­sæm­andi framtíð. Þá framtíð telj­um við okk­ur ekki vera með á meðan verðtryggð lán á eign­inni okk­ar eru í því fjár­má­laum­hverfi sem stjórn­völd og fjár­mála­fyr­ir­tæki bjóða okk­ur upp á með fyr­ir­liggj­andi hættu á óðaverðbólgu sem fer þá beint inn á hækk­un á höfuðstól lána í gegn­um verðtrygg­ingu lán­anna okk­ar.“

Hræðileg staða á Suður­nesj­um

Vil­hjálm­ur Bjarna­son hjá Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna hef­ur aðstoðað fjöl­skyld­una í gegn­um árin, en hann tek­ur fram að hann hafi ekki hvatt fjöl­skyld­una til að hætta að greiða af lán­inu. Þá ákvörðun hafi þau tekið sjálf. Hann tek­ur fram að þetta sé þeim alls ekki auðveld ákvörðun.

„Það eru marg­ir í þess­ari stöðu að verðmæti eign­ar­inn­ar er komið und­ir láns­upp­hæðina,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Þau hafi til viðbót­ar lent í því að sitja uppi með galla á eign­inni, auk þess sem staðan á Suður­nesj­um sé mjög erfið.

Vil­hjálm­ur seg­ir vissu­lega rétt að það sé ekki endi­lega betri kost­ur fyr­ir þessa fjöl­skyldu að fara út á leigu­markaðinn. Í sum­um til­vik­um sé það betri kost­ur að halda áfram að borga af lán­um í þessa hít en að fara út á leigu­markað og vera í þeirri óvissu sem því fylg­ir.

Vil­hjálm­ur seg­ir að fjöl­skyld­an hafi á sín­um tíma ákveðið að taka ekki geng­islán. Þau hafi verið þakk­lát fyr­ir þá ákvörðun um tíma, en í dag sé ljóst að þau væru í miklu betri stöðu ef þau hefðu tekið slíkt lán frek­ar en verðtryggt lán.

„Þetta fólk er búið að vera lengi í óvissu með sína stöðu og óviss­an fer illa með fólk,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Eig­in­kon­an er at­vinnu­laus en eig­inmaður­inn er með góða vinnu. Vil­hjálm­ur seg­ir að fjöl­skyld­an nái ekki að fram­fleyta sér í þess­ari stöðu. Hann seg­ir að fast­eigna­markaður­inn á Suður­nesj­um sé hræðileg­ur. Mikið sé um tóm­ar íbúðir. Það sé hins veg­ar eng­in lausn fyr­ir þessa fjöl­skyldu að selja. Hún sé búin að tapa öllu eig­in­fé og myndi sitja uppi með um 10 millj­óna skuld­ir eft­ir söl­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert