Sakar Heimssýn um tvískinnung

Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson

Páll Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóri Heims­sýn­ar, seg­ir að ef Heims­sýn ætli ekki að berj­ast gegn þeim stjórn­mála­flokk­um sem reyna að koma Íslandi inn í Evr­ópu­sam­bandið hafi Heims­sýn tekið upp stefnu VG í Evr­ópu­mál­um, þ.e. þykj­ast í orði vera á móti ESB-aðild en vinna engu að síður að fram­gangi ESB-um­sókn­ar­inn­ar.

Þetta seg­ir Páll í til­efni af yf­ir­lýs­ingu sem Ásmund­ur Ein­ar Daðason, formaður Heims­sýn­ar, sendi fjöl­miðlum í dag. Í yf­ir­lýs­ingu Ásmund­ar Ein­ars seg­ir að blogg­færsl­ur sem Páll skrifaði um mál­efni Vinstri grænna end­ur­spegli ekki samþykkta stefnu Heims­sýn­ar, sem er fyrst og síðast að berj­ast gegn aðild Íslands að ESB. „Heims­sýn hef­ur og mun aldrei hafa það að mark­miði að berj­ast gegn ákveðnum stjórn­mála­flokk­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Viðbrögð Páls við þess­ari yf­ir­lýs­ingu er að birta á bloggsíðu Heims­sýnar stutta færslu und­ir fyr­ir­sögn­inni „Heims­sýn styður VG, Sam­fylk­ing­una...“

Síðan seg­ir: „Þá vit­um við það: Heims­sýn styður alla stjórn­mála­flokka jafnt og ger­ir ekki upp á milli þeirra. Ætli Heims­sýn komi til greina til friðar­verðlauna Nó­bels á næsta ári?“

Páll seg­ir einnig á bloggsíðu sinni: „Stefna VG í Evr­ópu­mál­um hef­ur skilað þeim ár­angri að flokk­ur­inn sem fékk yfir 20 pró­sent at­kvæðanna við síðustu þing­kosn­ing­ar mæl­ist núna með tíu pró­sent fylgi. Örvænt­ing for­ystu og fylgiliðs VG yfir stöðu flokks­ins er slík að þeir finna það helst til ráða að krefjast þess að Heims­sýn taki upp mál­til­búnað flokks­ins í Evr­ópu­mál­um.

Heims­sýn var ekki stofnuð til að blekkja þjóðina til fylgilags við aðlög­un­ar­ferli inn í Evr­ópu­sam­bandið. Þeir sem vilja að Heims­sýn taki upp stefnu VG í Evr­ópu­mál­um hljóta að stíga fram og segja það full­um fet­um. Ef stefnu­breyt­ing af því tagi verður ofaná er hætt við að fleiri segi sig úr Heims­sýn en þeir þrír VG-liðar sem til­kynntu úr­sögn í dag.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert