„Þetta er hörmulegt mál“

„Þetta er hörmu­legt mál í alla staði,“ seg­ir Bald­ur Helgi Benja­míns­son, fram­kvæmda­stjóri Land­sam­bands kúa­bænda, um ástandið á tveim­ur kúa­bú­um sem hafa verið svipt starfs­leyfi. Hann seg­ist ekki sjá annað en að fullt til­efni hafi verið til að grípa til aðgerða gagn­vart bú­un­um.

Það heyr­ir til und­an­tekn­inga að starfs­leyfi kúa­búa séu aft­ur­kölluð vegna óþrifnaðar og óviðun­andi aðbúnaðar gripa sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mat­væla­stofn­un (MAST), sem er ætlað að tryggja mat­væla­ör­yggi.

Í síðasta mánuði aft­ur­kallaði Mat­væla­stofn­un starfs­leyfi Brú­ar­reykja í Borg­ar­f­irði og Ing­unn­arstaða í Reyk­hóla­hreppi. Í báðum þess­um mál­um var verið að fylgja því eft­ir að at­huga­semd­ir hefðu verið gerðar á fyrri stig­um. Búin voru heim­sótt ít­rekað til eft­ir­lits.

Skoða hvort dýra­vernd­un­ar­lög hafi verið brot­in

Steinþór Arn­ar­son, lög­fræðing­ur MAST, seg­ir í sam­tali við mbl.is að al­var­legri at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við Brú­ar­reyki og búið hafi fengið skemmri frest til að bregðast við. MAST tók ákvörðun um að aft­ur­kalla leyfið 30. nóv­em­ber sl. og var bú­inu bannað að af­henda mjólk og slát­ur­gripi frá og með 1. des­em­ber. Stofn­un­in seg­ir enn­frem­ur að það sé til skoðunar hvort dýra­vernd­ar­lög hafi verið brot­in.

MAST gerði m.a. at­huga­semd­ir við að þrif á fjósi, mjaltaþjóni og mjólk­ur­húsi hafi verið ábóta­vant. Einnig voru gerðar at­huga­semd­ir við hrein­leika gripa og merk­ingu kálfa.

Í bréfi sem MAST sendi til for­svars­manna Brú­ar­reykja 30. nóv­em­ber seg­ir að þrátt fyr­ir ít­rekaðar kröf­ur um úr­bæt­ur og aðvar­an­ir um af­leiðing­ar þess hafi verið brugðist seint, illa eða alls ekki við kröf­um um úr­bæt­ur. Hlut­irn­ir fari jafn­an í sama farið aft­ur ef ekki komi til stöðugt eft­ir­lit og kröf­ur af hálfu MAST.

Lokafrest­ur var veitt­ur til 15. nóv­em­ber sl. til úr­bóta. Þá seg­ir að sam­kvæmt skýrslu MAST vegna eft­ir­lits þann dag hafi ekki verið brugðist við um­rædd­um kröf­um inn­an til­skil­ins frests. Við bæt­ist að þétt­leiki gripa sem sé brot á reglu­gerð sé far­in að hafa áhrif á mat­væla­ör­yggi þar sem skít­ur hlaðist hratt upp í hús­inu og óþrifnaður sé al­menn­ur.

Full­trú­ar MAST hafa heim­sótt búið sex sinn­um á þessu ári til eft­ir­lits. Einu sinni í janú­ar, tvisvar í fe­brú­ar, einu sinni í maí og tvisvar sinn­um í nóv­em­ber. Bent er á að reynt hafi verið að fara í eft­ir­lit þann 1. mars en þá var MAST neitað um aðgang. Fram kem­ur að við eft­ir­litið hafi þurft að gera at­huga­semd­ir og veita fresti til úr­bóta. Þrátt fyr­ir alla þessa fresti hafi við eft­ir­lit þann 15. nóv­em­ber enn ekki verið búið að verða við kröf­um um úr­bæt­ur.

MAST seg­ir að meðal­hófs hafi verið gætt. Stofn­un­in hafi ít­rekað veitt fresti til að gera úr­bæt­ur á starf­sem­inni án þess að frest­ir hafi verið nýtt­ir til þess. Í ljósi þess þurfi að beita öðrum úrræðum.

Þá kem­ur fram að þétt­leiki gripa í bú­inu sé slík­ur að það komi niður á mat­væla­ör­yggi. Í fjós­inu séu um það bil 90 grip­ir en það ráði hins veg­ar ekki við fleiri en 64 gripi. Þetta leiði til þess að skít­ur safn­ist upp hraðar og vart verði við það ráðið að húsið allt verði ein alls­herj­ar for á ein­um degi. Þá seg­ir að legu­bás­ar séu svo fáir að grip­ir legg­ist í for­ina með til­heyr­andi áhættu fyr­ir mat­væla­ör­yggi.

Hafa kært ákvörðun­ina til ráðuneyt­is­ins

Á Ing­unn­ar­stöðum voru gerðar at­huga­semd­ir við neyslu­vatn, þrif á mjaltaþjóni, handþvottaaðstöðu, um­gengni, flór og mjólk­ur­hús, sam­kvæmt því sem fram kom í eft­ir­lits­skýrslu frá 6. sept­em­ber sl.

Fram kem­ur í bréfi sem MAST sendi Ing­unn­ar­stöðum 9. nóv­em­ber sl. að kúa­búið hafi aðeins orðið við kröf­um um úr­bæt­ur á flór og kröfu um að taka vatns­sýni. Öðrum kröf­um um úr­bæt­ur hafi ekki verið sinnt. Þá liggi fyr­ir sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu að niðurstaða þeirra sýna­töku sýni saur­gerla í vatn­inu. Var því ákveðið að aft­ur­kalla starfs­leyfi bús­ins.

For­svars­menn Ing­unn­arstaða hafa kært ákvörðun­ina til at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá MAST eru Brú­ar­reyk­ir ekki bún­ir að kæra ákvörðun­ina til ráðuneyt­is­ins

Steinþór tek­ur fram að það hafi ekki legið fyr­ir með áþreif­an­leg­um hætti að mjólk­in sé hættu­leg eða menguð. Hann bend­ir á að í mjólk­ur­bú­um séu fram­kvæmd­ar sýna­tök­ur en þær úti­loki hins veg­ar ekki allt.  Ákvörðun um að aft­ur­kalla starfs­leyfi bú­anna sé því fyr­ir­byggj­andi aðgerð. „Til ör­ygg­is þá er þetta stoppað,“ seg­ir Steinþór, enda aðbúnaður­inn óviðun­andi og smit­hætta fyr­ir hendi. Viðbrögðin hefðu verið enn hraðari ef menn hefðu vitn­eskju um mengaða eða hættu­lega vöru.

Aðspurður um næstu skref seg­ir Steinþór að best sé ef for­svars­menn bú­anna taki til hend­inni og verði við öll­um kröf­um um úr­bæt­ur. Þá geti þau sótt aft­ur um starfs­leyfi.

Mæl­ir­inn var full­ur

„Það eru í gildi lög og regl­ur og það er í hönd­um Mat­væla­stofn­un­ar að sjá til þess að þeim sé fylgt. Það má alltaf velta fyr­ir sér hvenær mæl­ir­inn er full­ur en ég held að dylj­ist eng­um að í þess­um til­vik­um var hann full­ur,“ seg­ir Bald­ur Helgi Benja­míns­son, fram­kvæmda­stjóri Land­sam­bands kúa­bænda.

Bald­ur Helgi seg­ir að regl­ur um eft­ir­lit með fjós­um sé þannig að héraðsdýra­lækn­ar skoði fjós einu sinni á ári. Ef það séu ein­hver veru­leg frá­vik sé skoðað oft­ar. Þar sem eitt­hvað er at­huga­vert er mönn­um gef­inn frest­ur til að koma hlut­um í lag og síðan er því fylgt eft­ir. Ef ný skoðun leiðir í ljós að hlut­irn­ir eru enn í ólagi er gef­inn stutt­ur frest­ur og síðan er lokað fyr­ir.

Bald­ur Helgi seg­ist treysta því að eft­ir­lit í kring­um þetta sé skil­virkt og það sé gætt að neyt­enda­vernd og dýra­vernd. „Þetta skipt­ir miklu máli fyr­ir ímynd stétt­ar­inn­ar. Þetta lend­ir ekki bara á þess­um aðilum held­ur líður bænda­stétt­in fyr­ir þetta.“

Bald­ur Helgi seg­ir að sem bet­ur fer séu svona mál fátíð. Hann seg­ir að á Brú­ar­reykj­um hafi á árum áður verið rekið mikið fyr­ir­mynd­ar­bú, en þar hafi mál greini­lega þró­ast mjög á verri veg á seinni árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert