Er markaðurinn tilbúinn fyrir bankana?

Helgi Magnússon
Helgi Magnússon

„Eitt af mikilvægustu og vandasömustu verkefnum næstu mánaða og missera á Íslandi er að koma stóru bönkunum þremur í framtíðareignarhald,“ segir Helgi Magnússon, formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Helgi að það gangi ekki lengur að Arion banki og Íslandsbanki séu að langmestu leyti í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa sem væntanlega hafa takmarkaðan áhuga á Íslandi og hagsmunum Íslendinga til framtíðar litið. Þá er það ekki heldur hvetjandi framtíðarsýn að halda Landsbankanum of lengi í eigu ríkisins þar sem samkeppnishæfni bankans er raskað með íþyngjandi inngripi framkvæmdavaldsins og svonefndrar Bankasýslu ríkisins.

Þá segir Helgi m.a. í grein sinni: „Til þess að árangur náist þarf að taka fullt tillit til markaðsaðstæðna. Enginn árangur mun nást ef ríkisvaldið markar einhliða stefnu um söluferli eignarhluta í bönkum sem vekur ekki áhuga hugsanlegra kaupenda. Það er nú einu sinni svo að það þarf bæði seljendur og kaupendur til að viðskipti geti orðið!“

Í niðurlagsorðum Helga segir: „Tveir stórir bankar í stað þriggja er áhugaverð framtíðarsýn fyrir íslenskt bankakerfi og mjög í anda þeirrar merku skýrslu sem McKinsey tók saman um íslenskt atvinnulíf og birti nýlega. Ef við ætlum að gera eitthvað með niðurstöður hennar þá þarf að hefjast handa á ýmsum sviðum viðskiptalífsins – þar á meðal og ekki síst á bankamarkaðinum. En það mun ekki gerast fyrr en eignarhaldið hefur breyst og tekið á sig framtíðarmynd.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert