„Hér á að verða málþóf“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

„Þetta er auðvitað mik­il­vægt og flókið mál sem við erum að ræða. Umræðan hef­ur nú þegar staðið yfir í einn dag. Það má ætla, miðað við mæl­enda­skrána eins og hún ligg­ur fyr­ir núna, að það taki nokk­urn tíma að ræða þetta mál. Og án efa mun ég heyra orðið málþóf í þess­um þingsal og jafn­vel lesa það af spjöld­um hjá spjald­ber­um sem vappa hér á milli sala og ganga. En þetta er mik­il­vægt mál og það verður rætt hér.“

Þetta sagði Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag og vísaði þar til annarr­ar umræðu um þings­álykt­un­ar­til­lögu um vernd og nýt­ingu landsvæða eða svo­nefnda ramm­a­áætl­un. Sagði hann að stjórn­ar­andstaðan myndi reyna sitt ýtr­asta til þess að breyta stjórn­ar­stefn­unni í mál­inu og fá stjórn­ar­liða til að átta sig á því að nauðsyn­legt væri að ná sátt um það. Þannig hefði verið lagt af stað með málið og þannig yrði það að enda.

„Næt­ur­fund­ir ein­hverj­ir um þetta mál breyta engu um það. Það verður auðvitað rætt um þetta mál hér,“ sagði Ill­ugi enn­frem­ur áður en at­kvæðagreiðslu lauk um til­lögu for­seta Alþing­is um að þing­fund­ur gæti staðið leng­ur í dag en kveðið væri á um í þingsköp­um. Til­lag­an var samþykkt með 30 at­kvæðum gegn 12 og gera má því ráð fyr­ir að fund­ur kunni að standa fram á nótt.

Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að fróðlegt væri að heyra Ill­uga koma í ræðustól Alþing­is og boða málþóf. Það væri ekki al­gengt en það hefði hann nú gert. „Hér á að verða málþóf í dag,“ sagði hann.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði Mörð lík­lega hafa sett nýtt met í að saka menn um málþóf enda væri umræðan ekki einu sinni haf­in. „Það er þá búið að koma því á fram­færi að af hálfu í það minnsta hátt­virts þing­manns Marðar Árna­son­ar þá mun umræðan sem hér fer á eft­ir verða kölluð málþóf.“

Fram­hald annarr­ar umræða um ramm­a­áætl­un­ina stend­ur nú yfir en sam­tals eru 18 önn­ur mál á dag­skrá þings­ins í dag.

Illugi Gunnarsson, alþingismaður.
Ill­ugi Gunn­ars­son, alþing­ismaður. mbl.is/​Frikki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert