Ráðin bæjarstjóri á Akranesi

Regína Ásvaldsdóttir
Regína Ásvaldsdóttir

Bæjarstjórn Akraness samþykkt samhljóða í dag að ráða Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra á Akranesi. Árni Múli Jónasson hætti sem bæjarstjóri fyrr í haust.

Regína Ásvaldsdóttir er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í breytingastjórnun og nýsköpun frá viðskipta- og hagfræðideild  Háskólans í Aberdeen í Skotlandi. Regína er framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hún hefur margra ára reynslu sem stjórnandi á vettvangi sveitarstjórnarmála og hefur stýrt umfangsmiklum stjórnkerfisbreytingum á vegum Reykjavíkurborgar. Regína var skrifstofustjóri og síðar staðgengill borgarstjórans í Reykjavík árin 2008 til 2011, sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar 2005 til 2007, verkefna- og breytingastjóri á þróunarsviði Reykjavíkurborgar 2002 til 2005, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar í Grafarvogi 1997 til 2002 og félagsmálastjóri á Sauðárkróki 1995 til 1997. Regína er stundakennari í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.

Regína er gift Birgi Pálssyni deildarstjóra hjá Advania og eiga þau þrjár dætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert