Skólarúta fór út af í Mosfellsdal

Skólarúta fór út af veginum í Mosfellsdal um klukkan hálfátta í morgun en mjög hált hefur verið í dalnum að undanförnu. Slysið átti sér stað skömmu áður en til stóð að sækja fyrstu börnin og fyrir vikið voru engin börn um borð í henni þegar hún fór út af.

Foreldrar í Mosfellsdal hafa samkvæmt heimildum mbl.is kvartað yfir því undanfarin ár að sú leið sem skólarútan þarf að fara sé ekki söltuð eða borinn á hana sandur þegar hálka er á vegunum enda snúist málið ekki síst um öryggi barna þeirra.

Þá hefur einnig verið kallað eftir því að minni rútur og betur útbúnar til aksturs við slíkar aðstæður séu notaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert