Skólarúta fór út af í Mosfellsdal

Skólar­úta fór út af veg­in­um í Mos­fells­dal um klukk­an hálf­átta í morg­un en mjög hált hef­ur verið í daln­um að und­an­förnu. Slysið átti sér stað skömmu áður en til stóð að sækja fyrstu börn­in og fyr­ir vikið voru eng­in börn um borð í henni þegar hún fór út af.

For­eldr­ar í Mos­fells­dal hafa sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is kvartað yfir því und­an­far­in ár að sú leið sem skólar­út­an þarf að fara sé ekki söltuð eða bor­inn á hana sand­ur þegar hálka er á veg­un­um enda snú­ist málið ekki síst um ör­yggi barna þeirra.

Þá hef­ur einnig verið kallað eft­ir því að minni rút­ur og bet­ur út­bún­ar til akst­urs við slík­ar aðstæður séu notaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert