Fundað á Alþingi til hálfþrjú í nótt

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ljósin voru kveikt fram eftir nóttu í Alþingishúsinu við Austurvöll, því þingfundi var ekki slitið  fyrr en klukkan 2:23 eftir miðnætti. Fundurinn hófst klukkan 13:31 og hafði hann því staðið í 13 klukkustundir áður en yfir lauk. 

Frá klukkan 14:28 var aðeins eitt mál á dagskrá og var það framhald síðari umræðu um rammaáætlun, um vernd og orkunýtingu landsvæða, með stuttu fundarhléi frá 19 til 19:30.

Þingfundur hefst að nýju klukkan 15:00 og verður umræðunni um rammaáætlun þá haldið áfram, en auk þess bíða fjölmörg önnur mál afgreiðslu Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert