Aðeins tveir þingmenn mættu

Ein­ung­is tveir nefnd­ar­menn at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is mættu á fund nefnd­ar­inn­ar í morg­un en á fund­inn var búið að boða full­trúa bænda til að ræða frum­vörp til breyt­inga á búnaðarlög­um og breyt­ing­ar á lög­um um fram­leiðslu, verðlagn­ingu og sölu á bú­vör­um. Full­trú­ar bænda lögðu á sig langt ferðalag til að mæta á fund­inn.

Þetta kem­ur fram á vef Bænda­blaðsins. Full­trú­ar Bænda­sam­tak­anna, full­trú­ar Lands­sam­taka sauðfjár­bænda og full­trú­ar Lands­sam­bands kúa­bænda voru boðaðir á fund nefnd­ar­inn­ar til að svara spurn­ing­um og gefa álit á frum­vörp­un­um. Bald­ur Helgi Benja­míns­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands kúa­bænda, kom norðan úr Eyjaf­irði til fund­ar­ins, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, formaður Lands­sam­taka sauðfjár­bænda, kom með flugi frá Ak­ur­eyri til að sitja fund­inn. Þá keyrði Sig­urður Lofts­son, formaður Lands­sam­bands kúa­bænda, um 100 kíló­metra leið heim­an að frá sér til að kom­ast á fund­inn.

Níu þing­menn sitja í at­vinnu­vega­nefnd. Af þeim voru ein­ung­is Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir vara­formaður nefnd­ar­inn­ar og Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son mætt á fund­inn, en hann hófst klukk­an 9:30 í morg­un.

Í frétt Bænda­blaðsins seg­ir að sam­kvæmt fjar­vist­ar­skrá Alþing­is voru ein­ung­is Mörður Árna­son og Val­gerður Bjarna­dótt­ir skráð með fjar­vist í dag. Hvor­ugt þeirra sit­ur í at­vinnu­vega­nefnd.

Bald­ur Helgi seg­ir í sam­tali við blaðið að hon­um þyki þessi dræma mæt­ing lýsa skeyt­ing­ar­leysi nefnd­ar­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka