Deiliskipulag samþykkt óbreytt

Myndir sýnir svokallað Sóleyjartorg fyrir framan gamla spítalann.
Myndir sýnir svokallað Sóleyjartorg fyrir framan gamla spítalann.

<span><span>Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti í dag deili­skipu­lag fyr­ir Land­spít­ala við Hring­braut. Skömmu áður hafði sveit­ar­stjórn Kjós­ar­hrepps samþykkt skipu­lagið. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerðar á aug­lýstri til­lögu. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni.</​span></​span> <span><span><br/></​span></​span> <span><span>Með af­greiðslu máls­ins í dag hef­ur Reykja­vík­ur­borg af­greitt málið af sinni hálfu. Forkynn­ing á drög­um að deili­skipu­lagi vegna nýs Land­spít­ala fór fram haustið 2011 og deili­skipu­lagið fór í form­lega aug­lýs­ingu í byrj­un þessa árs. Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um rann út í sept­em­ber, en frest­ur­inn var tví­veg­is fram­lengd­ur. Sam­tals bár­ust yfir 800 at­huga­semd­ir við skipu­lagið. Stór hluti at­huga­semd­anna voru með sama eða svipuðu orðalagi. Gerðar voru at­huga­semd við skipu­lagið í heild sinni, bygg­ing­ar­magn, um­hverfi, meng­un og um­ferð.</​span></​span> <span><span><br/></​span></​span> <span><span>Sam­kvæmt deili­skipu­lagstil­lög­unni er ætl­un­in að byggja upp í nokkr­um áföng­um starf­semi Land­spít­ala. Ný­bygg­ing­ar munu rúma m.a. slysa- og bráðamót­töku, skurðstof­ur, gjör­gæslu og vökn­un, mynd­grein­ingu, rann­sókn­ar­stof­ur, legu­deild­ir og sjúkra­hót­el auk hús­næðis Heil­brigðis­vís­inda­sviðs Há­skól­ans. Með staðfest­ingu nýs deili­skipu­lags fell­ur úr gildi deili­skipu­lag Land­spít­ala­lóðar frá 1976 með síðari breyt­ing­um.</​span></​span> <span><span><br/></​span></​span>

Sjálf­stæðis­menn á móti

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni á öll­um stig­um. Í bók­un frá flokkn­um seg­ir að ekk­ert hafi verið hlustað á borg­ar­búa sem lögðu fram yfir 800 at­huga­semd­ir.

„Með af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar í dag er verið að glata ein­stöku tæki­færi til að styrkja spít­al­a­starf­semi á svæðinu með skyn­sam­legri upp­bygg­ingu í sátt við eldri byggð og borg­arþróun.

Gríðarleg sterk viðbrögð hafa borist við aug­lýst­um skipu­lagstil­lög­um um Land­spít­al­ann. Eng­in for­dæmi eru fyr­ir svo vel rök­studd­um at­huga­semd­um sem sum­ar eru sett­ar fram sem ít­ar­leg­ar og fræðileg­ar grein­ar­gerðir. Nokkr­ar eru skrifaðar fyr­ir hönd sam­taka fólks og í nafni íbúa­sam­taka. Fram­koma meiri­hlut­ans í garð borg­ar­búa í þessu máli er ótrú­leg. Ekki er tekið til­lit til einn­ar ein­ustu at­huga­semd­ar sem borist hef­ur og vilji til raun­veru­legs sam­ráðs hef­ur reynst eng­inn vera,“ seg­ir í bók­un­inni.

Eft­ir að ganga frá fjár­mögn­un

Stefnt hef­ur verið að því að hefja fram­kvæmd­ir við spít­al­ann á ár­inu 2013. Eft­ir er þó að ganga frá fjár­mögn­un spít­al­ans. Upp­haf­lega var áformað að fara svo­kallaða leigu­leið sem fólst í því að sér­stakt fé­lag, sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir ættu stærst­an hlut í, byggði og leigði rík­inu spít­al­ann til langs tíma.

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í lok nóv­em­ber var lagt fram minn­is­blað þar sem lagt er til að  bygg­ing nýs Land­spít­ala við Hring­braut verði hefðbund­in op­in­ber rík­is­fram­kvæmd. Áður en fram­kvæmd­ir geta haf­ist þarf Alþingi því að gefa stjórn­völd­um heim­ild til að ráðast í verk­efnið. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa ít­rekað vilja sinn til að koma að fjár­mögn­un verk­efn­is­ins.

Í nýju frétta­bréfi frá spít­al­an­um seg­ir að mik­il þörf sé á nýj­um spít­ala. Þjóðin sé að eld­ast hratt og lang­vinn­ir sjúk­dóm­ar auk­ist og til að geta brugðist við auk­inni þörf fyr­ir sjúkra­húsþjón­ustu verði að end­ur­nýja húsa­kost Land­spít­al­ans. Með nýju hús­næði sé talið að um 2,7 millj­arðar muni spar­ast á hverju ári í rekstri.

Til­laga að deili­skipu­lagi fyr­ir nýj­an spít­ala.

Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fm. …
Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fm. á ár­un­um 2013 til 2018.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert