Deiliskipulag samþykkt óbreytt

Myndir sýnir svokallað Sóleyjartorg fyrir framan gamla spítalann.
Myndir sýnir svokallað Sóleyjartorg fyrir framan gamla spítalann.

<span><span>Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut. Skömmu áður hafði sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt skipulagið. Engar breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn tillögunni.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Með afgreiðslu málsins í dag hefur Reykjavíkurborg afgreitt málið af sinni hálfu. Forkynning á drögum að deiliskipulagi vegna nýs Landspítala fór fram haustið 2011 og deiliskipulagið fór í formlega auglýsingu í byrjun þessa árs. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út í september, en fresturinn var tvívegis framlengdur. Samtals bárust yfir 800 athugasemdir við skipulagið. Stór hluti athugasemdanna voru með sama eða svipuðu orðalagi. Gerðar voru athugasemd við skipulagið í heild sinni, byggingarmagn, umhverfi, mengun og umferð.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er ætlunin að byggja upp í nokkrum áföngum starfsemi Landspítala. Nýbyggingar munu rúma m.a. slysa- og bráðamóttöku, skurðstofur, gjörgæslu og vöknun, myndgreiningu, rannsóknarstofur, legudeildir og sjúkrahótel auk húsnæðis Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans. Með staðfestingu nýs deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag Landspítalalóðar frá 1976 með síðari breytingum.</span></span> <span><span><br/></span></span>

Sjálfstæðismenn á móti

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni á öllum stigum. Í bókun frá flokknum segir að ekkert hafi verið hlustað á borgarbúa sem lögðu fram yfir 800 athugasemdir.

„Með afgreiðslu borgarstjórnar í dag er verið að glata einstöku tækifæri til að styrkja spítalastarfsemi á svæðinu með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð og borgarþróun.

Gríðarleg sterk viðbrögð hafa borist við auglýstum skipulagstillögum um Landspítalann. Engin fordæmi eru fyrir svo vel rökstuddum athugasemdum sem sumar eru settar fram sem ítarlegar og fræðilegar greinargerðir. Nokkrar eru skrifaðar fyrir hönd samtaka fólks og í nafni íbúasamtaka. Framkoma meirihlutans í garð borgarbúa í þessu máli er ótrúleg. Ekki er tekið tillit til einnar einustu athugasemdar sem borist hefur og vilji til raunverulegs samráðs hefur reynst enginn vera,“ segir í bókuninni.

Eftir að ganga frá fjármögnun

Stefnt hefur verið að því að hefja framkvæmdir við spítalann á árinu 2013. Eftir er þó að ganga frá fjármögnun spítalans. Upphaflega var áformað að fara svokallaða leiguleið sem fólst í því að sérstakt félag, sem lífeyrissjóðirnir ættu stærstan hlut í, byggði og leigði ríkinu spítalann til langs tíma.

Á ríkisstjórnarfundi í lok nóvember var lagt fram minnisblað þar sem lagt er til að  bygging nýs Landspítala við Hringbraut verði hefðbundin opinber ríkisframkvæmd. Áður en framkvæmdir geta hafist þarf Alþingi því að gefa stjórnvöldum heimild til að ráðast í verkefnið. Lífeyrissjóðirnir hafa ítrekað vilja sinn til að koma að fjármögnun verkefnisins.

Í nýju fréttabréfi frá spítalanum segir að mikil þörf sé á nýjum spítala. Þjóðin sé að eldast hratt og langvinnir sjúkdómar aukist og til að geta brugðist við aukinni þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu verði að endurnýja húsakost Landspítalans. Með nýju húsnæði sé talið að um 2,7 milljarðar muni sparast á hverju ári í rekstri.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýjan spítala.

Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fm. …
Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fm. á árunum 2013 til 2018.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert