Fjórir ákærðir vegna Aurum Holding

Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson verjandi hans.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson verjandi hans. mbl.is

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur á hendur fjórum mönnum í svokölluðu Aurum Holding-máli. Þeir sem eru ákærðir, eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og Bjarni Jóhannesson viðskiptastjóri bankans.

Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik og Jóns Ásgeir og Bjarni eru ákærðir sem hlutdeildarmenn. Málið verður þingfest 7. janúar.

Aurum-málið snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa félagsins á skartgripakeðjunni Aurum Holding í London af Pálma Haraldssyni, en FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir félagið í maí 2008.

Slitastjórn Glitnis hefur haldið því fram að greitt hafi verið margfalt yfirverð fyrir keðjuna og að í tengslum við söluna hafi miklir fjármunir runnið til Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert