Frumvarp um stjórnarskrá Íslands

Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

„Í frumvarpi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ýmislegt forvitnilegt að finna, sumt hreinar perlur. Þar er t.d. að finna 97. greinina um sjálfstæðar ríkisstofnanir“ segir Einar S. Hálfdánarson, endurskoðandi og hrl., í grein í Morgunblaðinu í dag.

Væntanlega hefur fréttamaður sem lagði stund á lögfræði fyrir rúmum 50 árum og jafnvel fleiri snillingar komið að gerð hennar, segir Einar. „Með lögum sem eru samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi má, sem sé, kveða á um að tilteknar stofnanir ríkisins sem gegna mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi njóti sérstaks sjálfstæðis. Starfsemi slíkra stofnana verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða hún fengin öðrum stofnunum nema með lögum sem eru samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi.“

Í grein sinni segir Einar m.a.: „Þessi hraksmánarlega smíð 97. greinar frumvarpsins er bara eitt dæmi af aragrúa úr frumvarpinu. Væri ekki ráð að þetta fólk tæki næst að sér læknis- og hjúkrunarstörf? Það er jú búið að afgreiða lagaþekkinguna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka