Gagnrýnir „óvissuferð“ stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð að störfum.
Stjórnlagaráð að störfum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég vil fyrst og fremst kalla þetta óvissu­ferð. Það er verið að leggja til miklu rót­tæk­ari breyt­ing­ar held­ur en ástæða er til... Það má segja að höf­und­ar þess­ara til­lagna hafi farið í búðarferð og keypt allt það óvenju­leg­asta sem þeir fundu í búðinni, sett í inn­kaupa­körf­una en aldrei velt því fyr­ir sér hvort það myndaði sam­an góðan máls­verð,“ seg­ir Gunn­ar Helg­ar Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, um vinnu full­trúa stjórn­lagaráðs.

Morg­un­blaðið ræddi ít­ar­lega við Gunn­ar Helga um stjórn­ar­skrár­málið á skrif­stofu hans í Odda í gær og birt­ist hér óstytt út­gáfa viðtals­ins.

Hann tel­ur stjórn­ar­skrár­málið í óheppi­leg­um far­vegi.

„Þetta mál er nú í hönd­um þings­ins. Þar hef­ur mér sýnst að málið hafi lent í óheppi­leg­um far­vegi. Fyrst er hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla og svo á þingið að fjalla um málið. Formaður þing­nefnd­ar­inn­ar sem hef­ur málið á sinni könnu, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hafði uppi um­mæli um málið sem mátti skilja á þann veg að það væri ekk­ert eft­ir nema próf­arka­lest­ur.

Það er ekki björgu­leg byrj­un á efn­is­legri um­fjöll­un í þing­inu sem fer engu að síður af stað með tíma­frest­um sem eru al­ger­lega út í hött. Þeir eru allt of stutt­ir. Ef þing á að fjalla um stjórn­ar­skrá væri eðli­leg­ur tíma­frest­ur meira en eitt þing með ræki­legri efn­is­legri um­fjöll­un. Það virðist hins veg­ar ekki stefna í efn­is­lega um­fjöll­un. Marg­ir sér­fræðing­ar eru kallaðir til fund­ar við þing­nefnd­irn­ar sem fjalla um málið. Þeir hafa marg­ir hverj­ir skrifað minn­is­blöð um þessi efni.

Samt eiga þeir að fara að tjá sig um málið á þing­nefnd­ar­fund­um. Sum­ir hafa neitað að gera það af því að þeir telja að þetta sé ekki al­vöru ferli, enda sé búið að gefa yf­ir­lýs­ingu um það að mál­inu sé efn­is­lega lokið. Ætti sér­fræðing­ur þá til dæm­is að fara að ræða um gildi þjóðar­at­kvæðagreiðslna þegar búið er að ákveða að þær eigi að vera með ein­hverj­um til­tekn­um hætti? Tíma­frest­irn­ir sem um­sagnaraðilar út í sam­fé­lag­inu hafa eru einnig alltof stutt­ir.

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga tel­ur sig til dæm­is ekki geta veitt um­sögn á minna en sex til átta vik­um. Meira að segja þær þing­nefnd­ir sem hafa fengið málið til um­sagn­ar treysta sér ekki til að standa við þá tíma­fresti sem að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur gefið þeim. Skila­boðin frá for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar eru þau að þetta sé ekki al­vöru ferli. Það er verið að gera þetta pro forma.“

Málið tekið af þing­inu

Hvaða skila­boð er verið að senda?

„Það virðist vera ljóst að til­gang­ur­inn var að ljúka mál­inu með þjóðar­at­kvæðagreiðslu, sem er ekki sú aðferð sem við höf­um við að breyta stjórn­ar­skrá, og í raun­inni þýðir þetta að verið er að taka málið af þing­inu. Þingið fjallaði ekk­ert um málið held­ur ein­göngu þeir aðilar sem komu að ferl­inu fram að þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. Stjórn­ar­skrá­in hef­ur ákvæði um það hvernig henni á að breyta og það er al­gjör­lega frá­leitt að ætla sér að breyta stjórn­ar­skránni á ein­hvern ann­an hátt.

Það má efna til hundrað þjóðar­at­kvæðagreiðslna um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá en henni er samt ekki breytt þannig. Henni er breytt eft­ir ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn sjálfr­ar sem þýðir að þingið hef­ur málið á sinni könnu og ber ábyrgð á því. Það virðist vera að til­gang­ur­inn sé sá að fara á svig við það ferli.“

Ekki hægt að gefa ferl­inu annað en fall­ein­kunn

- Hvernig er þetta vinnu­ferli ef þú berð það sam­an við end­ur­skoðun annarra ríkja á stjórn­ar­skrá?

„Það er hægt að gera tvenns kon­ar at­huga­semd­ir við þetta frum­varp. Ann­ars veg­ar efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir og hins veg­ar ferlið. Því miður held ég að þetta ferli allt sam­an sé þannig að það sé ekki hægt að gefa því annað en fall­ein­kunn. Þá al­veg frá því að ferlið byrjaði með stjórn­laga­nefnd og þjóðfundi yfir í störf stjórn­lagaráðs, þjóðar­at­kvæðagreiðsluna og yfir í nú­ver­andi meðferð þings­ins. Hvert ein­asta þrep í þessu ferli hef­ur verið gríðarlega gallað.“

Umboðslaus­ir full­trú­ar stjórn­lagaráðs

- Af hverju?

„Í fyrsta lagi er þjóðfund­ur ekki viður­kennd aðferðafræði við að skoða ósk­ir eða af­stöðu al­menn­ings. Þessi leið er ekki alþjóðlega prófuð aðferðafræði. Ef ætl­un­in var að fá vitn­eskju um ósk­ir al­menn­ings hefði verið mun betra að gera vandaða skoðana­könn­un. Við hefðum þá fengið ít­ar­leg­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar á meðan þjóðfund­ur­inn er límmiðar á vegg í mis­mun­andi stærðum. Það hefði líka verið mun ódýr­ara að láta gera skoðana­könn­un.

Síðan kem­ur stjórn­laga­nefnd til skjal­anna en hana átti að skipa hóp­ur sér­fræðinga. Þegar rýnt er í hvernig hún bygg­ir upp sína um­fjöll­un að þá hefst hún gjarn­an á um­fjöll­un þjóðfund­ar sem hef­ur í raun og veru sára­lítið upp­lýs­inga­gildi og dreg­ur sín­ar niður­stöður að mestu leyti af þeim, í stað þess að fjalla fræðilega um málið og rann­saka það. Hún byggði um­fjöll­un sína á þjóðfund­in­um en fram­kvæmdi þó þá rann­sókn sem til er.

Síðan er kosið til stjórn­lagaþings með hætti sem nátt­úru­lega þýðir að fólkið sem var kosið hef­ur ekk­ert umboð. Burt­séð frá þeim ágöll­um sem hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar fundu að þá var kosn­inga­fyr­ir­komu­lagið þannig að það var eng­in leið að kjós­end­ur gætu verið að gefa stjórn­lagaráði nokk­ur skila­boð um það hvað þeir vildu hafa í stjórn­ar­skrá.  Það voru 520 fram­bjóðend­ur og hver kjós­andi átti að velja 25. Það var því eng­in leið að sú umræða gæti farið fram í aðdrag­anda kosn­ing­anna sem þarf að fara fram til að segja mætti að fólkið sem kosið var hefði póli­tískt umboð.“

Mál­efn­in voru ekki í fyr­ir­rúmi    

- Hvernig átti að þrengja hóp­inn?

„Ef fara á þá leið að kalla sam­an sér­stakt stjórn­lagaþing, sem má al­veg hugsa sér að sé gert, þáátt að búa þannig um hnút­ana að mál­efnið væri í fyr­ir­rúmi. Það hefði mátt gera með því að hafa hlut­falls­kosn­ingu þannig að þing­ræðissinn­ar gætu boðið fram sína lista, þeir sem vilja beint lýðræði sína lista og þeir sem vilja aðskilnað rík­is og kirkju sína lista, eða eitt­hvað slíkt.“

- En nú var það ef til vill hugs­un­in hjá stjórn­völd­um að færa valdið í eins mikl­um mæli og mögu­legt er til al­menn­ings. Sam­kvæmt því hefðu viss­ir ein­stak­ling­ar for­skot á aðra?

„Sé það viðhorfið er svarið það að svona kosn­ing­ar eiga að snú­ast um mál­efni fyrst og fremst. Sú aðferð sem var val­in ger­ir það verk­um að það var í raun og veru aldrei hægt að fjalla af neinu viti um mál­efn­in í kosn­inga­bar­átt­unni. Það myndi ég segja að væri ólýðræðis­legt ein­kenni. Stjórn­mál sem byggja mikið upp á per­són­um og lítið á mál­efn­um eru ekki lýðræðis­legri en stjórn­mál sem byggja mikið á mál­efn­um en lítið á per­són­um. Menn ákváðu engu að síður að fara leið mik­ils per­sónu­vals.

Þá hefði þurft að búa til kosn­inga­kerfi sem væri þess eðlis að fram­bjóðend­ur hefðu getað rekið ein­hverra al­vöru kosn­inga­bar­áttu. Hvað gat til­tölu­lega óþekkt­ur fram­bjóðandi gert í þess­ari aðstöðu? Ekk­ert. Hann mátti ekki eyða mikl­um pen­ing­um í fram­boðið og ef fólkið var ekki frægt fyr­ir átti það ekki mögu­lega. Þannig að þetta var kosn­ing fræga fólks­ins.

Ef það hefði þó ekki verið farið í nema það að kjör­dæma­skipta land­inu hefði fólk getað byrjað að geta stillt sér upp í viðkom­andi kjör­dæmi með sín mál­efni og kynnt sín sjón­ar­mið fyr­ir kjós­end­um. Það þýddi ekk­ert í því  kosn­inga­kerfi sem var samið. Ég veit ekki hverj­ir sömdu það en það væri fróðlegt að fá að vita það,“ seg­ir Gunn­ar Helgi og held­ur áfram.

Útví­kkuðu hlut­verk sitt

„Síðan kem­ur stjórn­lagaráðið sam­an. Í samþykkt Alþing­is um stjórn­lagaþing, síðar stjórn­lagaráð, var gert ráð fyr­ir því að það myndi sér­stak­lega beina at­hygli sinni að þeim köfl­um stjórn­ar­skrár­inn­ar sem enn átti eft­ir að end­ur­skoða. Menn gleyma því stund­um að það er búið að end­ur­skoða meiri­hluta stjórn­ar­skrár­inn­ar. Það eru þrír kafl­ar sem átti eft­ir að end­ur­skoða; inn­gangskafl­inn, kafl­inn um fram­kvæmda­valdið og kafl­inn um dómsvaldið.

En þegar stjórn­lagaráðið kom sam­an ákvað það að út­víkka hlut­verk sitt eins mikið og mögu­legt var og semja al­ger­lega nýja stjórn­ar­skrá frá grunni. Það gerði það að verk­um að sú rann­sókn­ar­vinna sem þó hafði verið unn­in af stjórn­laga­nefnd dugði hvergi til. Þannig að við erum með gríðarlega mikið af órök­studd­um til­lög­um.

Það er til dæm­is gerð til­laga um mjög rót­tæka út­gáfu af per­sónu­kjöri sem á sér enga hliðstæðu í neinu landi sem ég veit um og ég full­yrði að í engu þing­ræðis­ríki er jafn rót­tæk út­gáfa af per­sónu­kjöri. Þá leit­ar maður í text­an­um að rök­stuðningi fyr­ir því að gera þetta, annað hvort í um­sögn stjórn­laga­nefnd­ar eða drög­um stjórn­lagaráðs að stjórn­ar­skrá. Þar er ekk­ert að finna.

Ef maður ætl­ar að gagn­rýna þess­ar til­lög­ur slær maður vind­högg að því leyti að hún virðist ekki eiga að ná nein­um sér­stök­um mark­miðum. Af hverju er þá verið að leggja til rót­tæk­ustu út­gáfu af þessu fyr­ir­bæri sem til er.“

Til­lög­urn­ar urðu að óskalista

- Af hverju tel­urðu að þess­ir 25 ein­stak­ling­ar hafi valið að út­víkka hlut­verk sitt? Gæti það stafað af því að all­ir þeir sem komu að mál­um vildu hafa sitt að segja um út­kom­una?

„Já, það er al­veg hár­rétt. Það sem gerðist nátt­úru­lega var að menn völdu sér þá starfsaðferð að samþykkja allt í sam­stöðu og greiða svo at­kvæði um drög­in í lok­in. Ef þessi starfsaðferð er val­in verður út­kom­an aldrei annað en óskalisti. All­ir kom­ast að með sína sér­visku og öll sér­viska kemst inn í drög­in.

Á end­an­um þarf svo að taka af­stöðu til þess hvort að þetta sé nógu gott eða ekki. Þá er full­trúi í stjórn­lagaráði und­ir gríðarleg­um þrýst­ingi að greiða at­kvæði með niður­stöðunni þó að marg­ir þeirra hafi lýst því yfir að þetta sé í raun og veru aðeins umræðugrund­völl­ur. Það lýs­ir auðvitað eðli þess skjals sem frá stjórn­lagaráði kem­ur að formaður þess og vara­formaður hafa lýst því yfir að drög­in séu umræðugrund­völl­ur en ekki full­mótuð stjórn­ar­skrá.

Það eru ein­hverj­ir í þing­inu sem hafa ákveðið að taka þessu ein­hvern veg­inn öðru­vísi og ætla að keyra fram þetta skjal án þess að það fái þá fulln­ustu meðferð sem formaður stjórn­lagaráðs lagði til. Þannig að ein­hverj­ir þing­menn hafa ákveðið að taka drög­in mun bók­staf­leg­ar held­ur en þau voru skil­in, jafn­vel af full­trú­um á stjórn­lagaþingi.“

Vanda átti laga­setn­ingu

- Má líta svo á að það sé knýj­andi þrá hjá ýms­um full­trúm stjórn­valda að færa fólk­inu eitt­hvað sem telja má að sé skapað af fólk­inu og upp­fylla ýms­ar kröf­ur, svo sem um „Nýja Ísland“? Er þessi þrá að víkja öll­um vinnu­regl­um til hliðar?

„Já og þetta er því sorg­legra vegna þess að bæði nú­ver­andi rík­is­stjórn og rík­is­stjórn­ir und­an­far­in ár hafa haft það á sinni dag­skrá að vanda meira til stefnu­mót­un­ar og laga­setn­ing­ar held­ur en áður hef­ur verið gert. Það hafa náðst ýms­ir áfang­ar í því efni og meira að segja Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti skýrslu í þing­inu á dög­un­um þar sem hún fjallaði um vandaða laga­setn­ingu.

Á sama tíma er verið að taka eins mik­il­vægt mál­efni og þingið get­ur fengið til um­fjöll­un­ar, sem er stjórn­ar­skrá Íslands, og fara gegn  öll­um þess­um hug­mynd­um um að það þurfi að rann­saka mál og und­ir­búa þau vand­lega áður en þau fái vand­lega efn­is­lega meðferð í þing­inu. Það hef­ur ekki gerst í þessu máli.

Það má auðvitað gera ráð fyr­ir því að stjórn­ar­skrár­málið sé eitt­hvað sem Jó­hanna hafi bitið í sig að hún ætli að skila af sér á sín­um ferli, svo­lítið eins og Gunn­ar Thorodd­sen gerði 1983. Hann lagði fram frum­varp að stjórn­ar­skrá sem átti að verða hans viðskilnaður við stjórn­mál­in. Al­veg eins og hans stjórn­ar­skrá var ekki til­bú­in er þessi stjórn­ar­skrá ekki til­bú­in. Með því er ég ekki að segja að í nýju drög­un­um séu ekki hug­mynd­ir sem geti verið grund­völl­ur að frek­ari skoðun. Sem heild­arplagg er þetta ekki til­búið.“

Sokk­inn kostnaður við stjórn­lagaráð

- Hvað með það sjón­ar­mið að það sé búið að verja mikl­um fjár­mun­um í stjórn­ar­skrár­málið og að því sé ekk­ert annað vit en að ljúka mál­inu?

„Hag­fræðing­ar eiga hug­tak sem heit­ir sokk­inn kostnaður. Það vís­ar til þess þegar pen­ing­um hef­ur verið eytt í eitt­hvað sem mun aldrei skila ábata sama hversu reynt er að reka það lengi. Ég held að við verðum að líta á eitt­hvað af þessu þannig. En ég held að það megi líka segja að nú sé búið að vinna ákveðna vinnu, kalla al­menn­ing til sam­ráðs með ýms­um hætti og svo fram­veg­is en það er ákveðnum hlut­um ólokið. Það eru einkum tveir hóp­ar sem ég held að þurfi að koma að samn­ingu stjórn­ar­skrár í hvaða ríki sem er.

Ann­ars veg­ar reynd­ir stjórn­mála­menn, þeir sem að skilja hvernig ríki eru rek­in og hvernig hlut­ir virka í reynd. Á það hef­ur skort í ferlið al­veg fram að því að stjórn­lagaráð skilaði inn til­lögu sem er verið að reyna að keyra í gegn. Hins veg­ar eru það sér­fræðing­arn­ir sem eiga auðvitað að rann­saka lík­leg áhrif af því fyr­ir­komu­lagi sem verið er að leggja til. Það er ekki hægt að ganga frá stjórn­ar­skrá án þess að virkja þekk­ingu þess­ara hópa. Það er fínt að ráðfæra sig við al­menn­ing, ekk­ert að því.“

Stjórn­ar­skrá­in flókið og sér­hæft viðfangs­efni

- Hvers vegna tel­urðu sem pró­fess­or í stjórn­mála­fræði að al­menn­ing­ur geti ekki tekið þetta að sér á þeim skamma tíma sem stjórn­lagaráð gerði?

„Menn vísa stund­um í það að banda­ríska stjórn­ar­skrá­in hafi verið sam­in á ör­fá­um vik­um. Það er al­veg rétt. En af hverj­um var hún sam­in? Hún var sam­in af fólki sem hafði helgað líf sitt því að starfa að stjórn­mál­um. Ég held að það sé gagn­legt að opna þetta ferli fyr­ir hug­mynd­um al­menn­ings. Það get­ur verið gagn­legt.

Menn skyldu hins veg­ar ekki af­sala sér öll­um mögu­leik­um til þess að hafa áhrif á niður­stöðuna. Það get­ur verið þannig að sum mál­efni í stjórn­ar­skrá séu svo flók­in og sér­hæfð að al­menn­ing­ur hafi annað hvort ekki skoðun á þeim eða sé ekki lík­leg­ur til að geta myndað sér vel ígrundaða skoðun á þeim.“

Elít­an taki að sér verk­efn­in

- Hvað með sjón­ar­mið að þú sért með þessu að boða úr­vals­hyggju?

„Sú stjórn­skip­un sem rík­ir í öll­um þróuðum lýðræðis­ríkj­um er full­trúa­lýðræði. Það þýðir að ákveðin elíta hef­ur það starf að kynna sér mál, vinna þau og bera ábyrgð á þeim gagn­vart kjós­end­um. Ekk­ert þróað lýðræðis­ríki býr við beint lýðræði. Það er aðeins eitt ríki sem ger­ir til­raun til­raun til þess að af­greiða mik­inn fjölda mála í al­menn­um at­kvæðagreiðslum. Það er Sviss. En Sviss hef­ur gríðarlega sér­stöðu. Auðvitað er full­trúa­lýðræði meg­in­út­gáfa lýðræðis í Sviss líka.

Flest mál eru af­greidd á ann­an hátt. En ekk­ert annað ríki hef­ur treyst sér til að taka upp þá stjórn­skip­un sem rík­ir í Sviss. Sviss­lend­ing­ar hafa sér­staka reynslu og þeir eru auðvitað ánægðir með sitt kerfi sem þeir hafa rekið frá 1848. Ekk­ert annað ríki hef­ur treyst sér til að inn­leiða þetta. Í raun og veru hef­ur þetta kerfi í Sviss allskon­ar kosti og óskoti. Það eru að mínu viti miklu fleiri ókost­ir við það. Kosn­ingaþátt­taka er á bil­inu 40%, bæði í þing­kosn­ing­um og í þjóðar­at­kvæðagreiðslum.

Það er ekk­ert sjálf­gefið að það sé lýðræðis­legri niðurstaða en þar sem við erum með yfir 80% kosn­ingaþátt­töku í alþing­is­kosn­ing­um. Það er ekki þing­ræði í Sviss. Þar er alltaf sama rík­is­stjórn­in, sama hvernig kosn­ing­ar fara. Ákvarðana­taka er gríðarlega íhalds­söm. Kon­ur fengu til dæm­is ekki kosn­inga­rétt í Sviss þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir fyrr en upp úr 1970 og Sviss varð ekki aðili að Sam­einuðu þjóðunum vegna and­stöðu ým­issa kjós­enda­hópa fyrr en mjög ný­lega. Þannig að þetta kerfi sem Sviss­lend­ing­ar búa við er mjög sér­stakt.

Inn­leiðing sviss­neska kerf­is­ins í öðru landi er því full­kom­in áhættu­hegðun. Það er ekki hægt að orða það öðru­vísi. Það er ekki hægt að segja til um að það muni virka. Eng­inn get­ur sagt að það muni virka. Ef vanda­málið sem fjallað er um er skort­ur al­menn­ings á trausti á stjórn­völd­um er þá svarið við því að búa til stjórn­kerfi sem eng­inn veit hvernig virk­ar eða hvort það virk­ar? Ég myndi ekki gera það. Ég myndi halda að það væru aðrar leiðir til þess að taka á því.“

Voru ekki full­trú­ar þjóðar­inn­ar

- Nú reis upp sú krafa eft­ir efna­hags­hrunið að færa skyldi valdið til fólks­ins. Hvað með þau rök að með því að setja drög stjórn­lagaráðs á ís og fela elít­unni að vinna málið, sér­fræðing­um og reynd­um þing­mönn­um, að þá muni þjóðin upp­lifa það að verið sé að taka málið úr henn­ar hönd­um?

„Ég hef heyrt þessa rök­semd. Menn eru þá að gefa sér það að þetta mál hafi verið í hönd­um þjóðar­inn­ar. Stjórn­lagaráð var al­gjör­lega umboðslaus sam­kunda. Hún var ekk­ert lík þjóðinni hvað varðar bak­grunn, mennt­un eða annað. Kosn­ing­in var með þeim hætti að ekki er hægt að segja að byggt hafi verið á nein­um mál­efna­grunni. Þannig að það er ekki samasem­merki milli stjórn­lagaráðs og þess að málið hafi verið í hönd­um þjóðar­inn­ar.

Síðan að demba þessu máli í þjóðar­at­kvæðagreiðslu áður en hin efn­is­lega umræða hef­ur farið fram um það er að mínu viti og í þeim fræðum sem ég stunda dæmi um mis­notk­un á þjóðar­at­kvæðagreiðslum. All­ir vita að þjóðar­at­kvæðagreiðslum hef­ur oft verið mis­beitt. Það er til­tölu­lega auðvelt að mis­beita þeim. Hitler náði alræðis­völd­um í Þýskalandi í gegn­um þjóðar­at­kvæðagreiðslu, svo gróft dæmi sé tekið. Þróun lýðræðis­kenn­inga geng­ur mjög út á það þessa ára­tug­ina að lýðræði sé ekki svo mjög það að greiða at­kvæði um öll mál held­ur að ákveðin teg­und af málsmeðferð þar sem á sér stað rök­ræða, þar sem mál fær kerf­is­bundna meðferð, geri kleift að af­greiða það lýðræðis­lega og um leið taka hæfi­legt til­lit til ólíkra hags­muna.

Lýðræði er þannig ferli sem leiðir til upp­lýstr­ar og rök­studd­ar niður­stöðu. Það er það sem lýðræði er. Það er ekki endi­lega að greiða at­kvæði um öll mál. Ég held að all­ir sem hafa skoðað þróun lýðræðis­kenn­inga á und­an­förn­um árum myndu vera sam­mála þess­ari lýs­ingu minni. Þróun lýðræðis­kenn­inga er frá at­kvæðagreiðslu­lýðræði yfir í rök­ræðulýðræði. Þessi meðferð á stjórn­ar­skránni er því miður miklu meira í anda at­kvæðagreiðslu­lýðræðis held­ur en rök­ræðulýðræðis.

Keyptu allt í búðinni

- Víkj­um að drög­um stjórn­lagaráðs. Hvaða at­huga­semd­ir ger­irðu við það?

„Ég vil fyrst og fremst tjá mig um það sem er á mínu rann­sókn­ar­sviði sem eru grein­ar í drög­un­um sem varða fram­kvæmda­valdið og um kosn­ing­ar. Þar er mjög mikið um ný­mæli. Það má segja að höf­und­ar þess­ara til­lagna hafi farið í búðarferð og keypt allt það óvenju­leg­asta sem þeir fundu í búðinni, sett í inn­kaupa­körf­una en aldrei velt því fyr­ir sér hvort það myndaði sam­an góðan máls­verð. Þarna eru til­lög­ur um mjög breytt fyr­ir­komu­lag við alþing­is­kosn­ing­ar.

Áhrif­in af þeim til­lög­um, að því leyti sem er hægt að sjá í gegn­um þær, er mjög flókið að meta en ljóst er að að þær munu lækka þrösk­uld­inn og fjölga flokk­um á þing­inu. Það mun hafa þær af­leiðing­ar að það verður erfiðara að mynda rík­is­stjórn og sér­stak­lega meiri­hluta­stjórn. Á sama tíma og þetta er gert er líka breytt aðferðinni við að mynda rík­is­stjórn. Það á að kjósa for­sæt­is­ráðherra. Það á að ger­ast í þrem­ur um­ferðum á þingi. Í fyrstu tveim­ur um­ferðunum þarf hrein­an meiri­hluta en þá má for­seti Íslands gera til­lögu, eng­inn ann­ar. For­set­inn er vel að merkja þjóðkjör­inn og við vit­um ekk­ert hvernig hann mun nota þetta vald. Það er ófyr­ir­sjá­an­legt.

For­set­inn hef­ur sjálf­ur túlkað drög­in þannig að þau auki völd for­seta. Það er rétt að hafa það í huga. Í þriðju um­ferðinni næg­ir ein­fald­ur meiri­hluti til að mynda stjórn. Um þriðjung­ur þing­manna gæti verið á bak við for­sæt­is­ráðherr­ann sem flest at­kvæð fengi, svo dæmi sé tekið. Þá mynd­ar hann eða hún rík­is­stjórn sem hugs­an­lega hef­ur meiri­hluta á bak við sig, hugs­an­lega ekki. Þá gæt­um við lent í því að það verði pattstaða á þingi, þ.e.a.s. að rík­is­stjórn­in hefði ekki meiri­hluta þings­ins á bak við sig en meiri­hlut­inn væri samt ekki sam­mála til­lög­um um þingrof. Þá gæt­um við endað uppi með rík­is­stjórn, jafn­vel lang­tím­um sam­an, sem væri ekki hægt að koma frá en kæmi samt ekki mál­um áfram í gegn­um þingið.

Þetta finnst mér menn ekki hafa skoðað nógu vel, þ.e.a.s. hvernig virk­ar það sam­an að breyta kosn­inga­kerf­inu þannig að það leyfi fleiri flokka á sama tíma og regl­um um stjórn­ar­mynd­un og van­traust á rík­is­stjórn­ina er breytt. Því það er jafn­framt gerð til­laga um að aðeins sé hægt að víkja rík­is­stjórn frá með því að kjósa nýj­an for­sæt­is­ráðherra. Það ger­ir það mjög erfitt að koma rík­is­stjórn frá í mörg­um til­fell­um. Hvers vegna menn tóku upp þessi ákvæði öll söm­ul er síðan al­ger­lega óljóst af gögn­um máls­ins. Við þekkj­um það að hið “já­kvæða van­traust” sem þarna er að finna er til í Þýskalandi, Ung­verjalandi og Spáni. Það eru að því ég best veit einu rík­in sem nota þetta.

Ég held að þýsk­ir fræðimenn séu sam­mála um það að þetta hafi eng­in áhrif haft á það í Þýskalandi að viðhalda stöðug­leika í rík­is­stjórn. Það eru aðrir hlut­ir í stjórn­skip­un­inni og styrk­leika­hlut­föll flokka, sem gera það. Til þess að koma frá rík­is­stjórn - sam­kvæmt drög­um stjórn­lagaráðs - þarf að leggja fram til­lögu um nýj­an for­sæt­is­ráðherra sem hreinn meiri­huti þings­ins þarf síðan að kjósa. Það næg­ir ekki að lýsa yfir van­trausti á rík­is­stjórn.

Hvers vegna þetta er gert fær nær enga viðun­andi um­fjöll­un. Því fer fjarri að óum­deilt sé að þetta sé gott fyr­ir­komu­lag. Flest ríki hafa ekki þessa aðferð. Hér er því verið að breyta allri um­gjörðinni um rík­is­stjórn­ar­mynd­un án þess að það sé rök­stutt og án þess að við vit­um hvernig það muni virka. En það er ástæða til þess að hafa áhyggj­ur af fjölg­un flokka enda verður þá erfiðara að mynda rík­is­stjórn og það er búið að skapa flækj­ur í kring­um rík­is­stjórn­ar­mynd­un og van­traust á rík­is­stjórn sem eyk­ur alla óviss­una í kring­um það,“ seg­ir Gunn­ar Helgi og tek­ur annað dæmi.

Rót­tæk­ari út­gáfa af per­sónu­kjöri

„Annað dæmi um þetta sama eru per­sónu­kjör­in. Þarna er lögð til rót­tæk­ari út­gáfa af per­sónu­kjöri, eða að minnsta kosti opnað á hana, en er að finna nokk­urs staðar sem ég veit um. Hvers vegna það er gert er hvergi rök­stutt í þeim gögn­um sem hafa verið lögð fram. Það má að vísu lesa milli lín­anna að þessu sé stefnt gegn stjórn­mála­flokk­um. Ef það er hug­mynd­in hefði verið gagn­legt að menn hefðu sagt það hreint út því þá væri hægt að tak­ast á við þá rök­semd. Staðreynd­in er auðvitað sú að ekk­ert þróað lýðræðis­kerfi kemst af án stjórn­mála­flokka.

Stjórn­mála­flokk­ar eru lyk­il­stofn­an­ir lýðræðis­legs stjórn­kerf­is. Það er ekki hægt að hugsa sér lýðræðis­ríki sem starfar án stjórn­mála­flokka. Af hverju eru menn þá að leggja til svo rót­tæka út­gáfu af per­sónu­kjöri þar sem ein­stak­ir þing­menn gætu haft hag af því að vekja á sér at­hygli, greiða at­kvæði gegn rík­is­stjórn, jafn­vel fella hana, til þess að vekja á sér at­hygli og bæta sinn hag í kosn­ing­um. Það er hugs­an­leg af­leiðing af þessu þó að ég geti ekki full­yrt það. Þetta er gott dæmi um hlut sem verður til í stjórn­lagaráði án þess að það hafi nokk­urn tím­ann verið um hann fjallað áður,“ seg­ir Gunn­ar Helgi og tek­ur þriðja dæmið.

For­seta­spurn­ing­unni ósvarað

„Ef ég nefni aðeins eitt atriði enn – þarna eru mörg atriði óljós og illa rök­studd – er að maður hefði viljað sjá í nýrri stjórn­ar­skrá al­menni­legt upp­gjör við það hvers kon­ar fram­kvæmda­vald við vilj­um hafa. Það hef­ur verið um­deilt í viss­um mæli hvort hér sé for­setaþing­ræði eða hefðbundið þing­ræði og hvert sé hlut­verk for­set­ans í stjórn­skip­un­inni. Það hefði verið mjög gagn­legt að fá það út­kljáð, þegar verið er að semja nýja stjórn­ar­skrá á annað borð.

Staðreynd­in er hins veg­ar sú að það eru mik­il von­brigði að lesa kafl­ann um for­set­ann, því sumt í þeim kafla bend­ir til þess að for­set­an­um sé ætlað veru­legt hlut­verk. Þannig hef­ur for­set­inn sjálf­ur til dæm­is túlkað þetta. Hann er þjóðkjör­inn og hon­um er ætlað hlut­verk við stjórn­ar­mynd­an­ir. Hon­um er ætlað hlut­verk við embættisveit­ing­ar og hann held­ur synj­un­ar­vald­inu. Allt þetta bend­ir til þess að for­set­inn geti haft veru­leg áhrif. Á sama tíma er líka dregið úr hlut­verki hans. Það er tekið af hon­um að hann hafi eitt­hvert hlut­verk í lög­gjaf­a­vald­inu með orðalags­breyt­ingu fyrst og fremst.

Sér­stak­lega er tekið fram að hér skuli ríkja þing­ræði og það er tekið af hon­um að ráðherra og rík­is­stjórn sé á ein­hvern hátt að vinna fyr­ir hann, því að í nú­ver­andi stjórn­ar­skrá seg­ir að for­set­inn geri þetta og hitt þegar menn eiga við for­sæt­is­ráðherra og ráðherra. Þessu orðalagi er öllu breytt í þess­um nýju stjórn­skip­un­ar­lög­um þannig að ým­is­legt þarna bend­ir til þess að við eigu­um að hafa valda­lít­inn for­seta. Þetta verður óút­kljáð þangað til á það reyn­ir í fram­kvæmd og það gæti meira að segja farið mjög eft­ir því hver væri for­set­inn hvernig þetta þró­ast. Ég held að það væri mun æski­legra ef við erum að semja stjórn­ar­skrá að við gerðum upp við okk­ur hvernig við vilj­um hafa þessa stjórn­skip­an og síðan gengi for­set­inn inn í það.“

Verk­efni sem fáir ráða við

- Hversu vel voru full­trú­ar stjórn­lagaráðs í stakk bún­ir til að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána að þínu mati?

„Nú veit ég það í sjálfu sér ekki.“

- Hversu fjöl­menn­ur hóp­ur á Íslandi get­ur feng­ist við svona spurn­ing­ar?

„Það eru til­tölu­lega fáir. Í sjálfu sér hefði ekk­ert verið því til fyr­ir­stöðu ef menn treysta ekki inn­lend­um sér­fræðing­um að kalla til er­lenda sér­fræðinga. Af hverju var það ekki gert. Ég veit að það er fullt af er­lend­um sér­fræðing­um sem hefðu litið á það sem heiður að fá að koma að svona ferli og veita ráð. Fólk sem er í fremstu röð á þessu sviði.“

- Eru fleiri dæmi í drög­un­um sem þú tel­ur gagn­rýni­verð?

„Já. Þjóðar­at­kvæðagreiðslurn­ar eru annað dæmi. Þarna er lögð til rót­tæk­ari út­gafa þjóðar­at­kvæðagreiðslum en er að finna í nokkru þing­ræðis­ríki. Sviss er vel að merkja ekki þing­ræðis­ríki né þau sam­bands­ríki Banda­ríkj­anna sem oft er vísað til, eins og Kali­forn­ía. Það er lagt til að 10% kjós­enda geti fram­kallað þjóðar­at­kvæðagreiðslu og að 2% kjós­enda geti lagt fram frum­varp á Alþingi.

Nú vit­um við að 2% kjós­enda eru mjög lít­ill hóp­ur og það þýðir auðvitað að allskon­ar hags­munaaðilar og sam­tök munu geta dælt inn frum­vörp­um inn á Alþingi sem Alþingi gæti verið skylt að fjalla um. Það fer eft­ir þingsköp­un­ar­lög­um. Stór hluti af tíma þings­ins gæti þess vegna verið und­ir­lagður af því. Ég hef þó meiri áhyggj­ur af þjóðar­at­kvæðagreiðslum. Það er lagt til að 10% kjós­enda geti fram­kallað bind­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslur um nán­ast hvaða lög sem er, þó ekki skatta­lög og annað þvíum­líkt. Þetta er hvergi rök­stutt í drög­un­um.

Það er að vísu kafli í skýrslu stjórn­laga­nefnd­ar­inn­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslur en hann er fyrst og fremst lög­fræðileg­ur. Eina sem hann seg­ir er að þjóðar­at­kvæðagreiðslur geti sam­ræmst lýðræði. Ég myndi svo sem ekki gera neina at­huga­semd við það. En hins veg­ar mun mjög ríku­leg notk­un þjóðar­at­kvæðagreiðslna hafa mik­il áhrif á það hvernig rík­is­stjórn­ir vinna. Þannig að þær munu verða mun meira hik­andi við að taka erfiðar og óvin­sæl­ar ákv­arðanir sem þarf stund­um að gera. Þær munu reyna að verja sig, hugs­an­lega með því að mynda ein­hvers kon­ar of­ur­meiri­hluta á þingi.

Alla­vega mun þetta ótví­rætt veikja mjög fram­kvæmda­valdið og reynd­ar líka þingið. Fáa kjós­end­ur – 10% kjós­enda, eða um 23.000 kjós­end­ur – þarf til að fram­kalla þjóðar­at­kvæðagreiðslur. Nú vit­um við ekki hvernig þess­um und­ir­skrift­um verður safnað. Auðvitað gæti vel verið að til að byrja með væri gerð krafa um að kjós­end­ur mætti hjá sýslu­manni eða eitt­hvað þvíum­líkt.

Um leið og viður­kennt er að 10% kjós­enda geti fram­kallað þjóðar­at­kvæðagreiðslu með und­ir­skrift­um sín­um vakn­ar hins veg­ar sú spurn­ing hvers vegna þetta er ekki gert eins auðvelt og kost­ur er og tekn­ar upp ra­f­ræn­ar und­ir­skrift­ir. Hver ætl­ar þá að and­mæla því? Með því yrði mjög auðvelt að safna þeim und­ir­skrift­um sem til þarf. Það gæti opnað á ra­f­ræn­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslur.“

Jafn­væg­islist stjórn­kerf­anna

- Hvað með það sjón­ar­mið að það sé ekki endi­lega nei­kvætt að fram­kvæmda­valdið sé veikt og að völd­in séu færð til al­menn­ings sem geti þá stöðvað af­drifa­rík­ar ákv­arðanir?

„Þetta er jafn­væg­islist hvers stjórn­kerf­is, þ.e.a.s. hvernig er það búið til sem Banda­ríkja­menn kalla aðhald og valda­jafn­vægi. Til að fá heil­brigt stjórn­kerfi þarf stjórn­kerfi sem hef­ur nægi­lega sterka for­ystu til þess að hún geti komið rík­inu í gegn­um áföll sem við til dæm­is lent­um í 2008. Við lend­um stund­um í aðstæðum þar sem við þurf­um styrka for­ystu sem hef­ur tæki­færi til þess að láta til sín taka. Svo vilj­um við líka að í stjórn­kerf­inu séu þætt­ir sem geta hamið þessa for­ystu.

Það má vel segja að þjóðar­at­kvæðagreiðslur geti verið slík­ur heim­ill. Í Dan­mörku er til dæm­is að mínu viti mjög skyn­sam­lega út­gáfa af þjóðar­at­kvæðagreiðslum. Þar dug­ir þriðjung­ur þing­manna til að fram­kalla þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þó að það hafi aðeins einu sinni farið fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla í Dan­mörku á grund­velli þessa ákvæðis eru dansk­ir stjórn­mála­fræðing­ar sam­mála um það að þetta hafi haft mjög víðtæk áhrif á það hvernig stjórn­mála­menn vinna.

Það að minni­hlut­inn í þing­inu hef­ur alltaf þenn­an mögu­leika að geta fram­kallað þjóðar­at­kvæðagreiðslu knýr meiri­hlut­ann til þess að vanda til verka og teygja sig lengra til sam­komu­lags við minni­hlut­ann en ella. Þannig að út­kom­an er að mörgu leyti upp­lýst­ari stjórn­mál. Ég ótt­ast það hins veg­ar að ef við för­um þá leið sem er hvergi notuð á Norður­lönd­um að til­tek­inn hluti kjós­enda geti fram­kallað þjóðar­at­kvæðagreiðslu að í hvert skipti sem um­deilt mál kem­ur upp muni það fara í umræðu um þjóðar­at­kvæðagreiðslu eða ekki. Það mun ekki fá mikla efn­is­lega um­fjöll­un.

Það er svo­lítið reynsl­an í sum­um ríkj­um Banda­ríkj­anna. Sviss­lend­ing­ar eru kannski svo­lítið sér á báti. Þeir hafa svo langa reynslu af því og þeir skilja vel þetta kerfi að það er erfiðara að yf­ir­færa þeirra reynslu. Það er að mínu viti í lagi að hafa þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem val­mögu­leika en það á að hugsa hana sem neyðar­hem­il en ekki sem til­raun til að koma á beinu lýðræði því það er óraun­hæft í nú­tíma­sam­fé­lagi.

Í Sviss er al­gengt að fram fari þrjár til fjór­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslur á ári, gjarn­an fleiri en ein á sama tíma. Áhrif­in eru þau að það verður kosn­ingaþreyta. Ekki aðeins í þjóðar­at­kvæðagreiðslum held­ur líka í þing­kosn­ing­um. Að meðaltali er 40% þátt­taka í þings­kosn­ing­um í Sviss. Ég veit ekki hvort við mynd­um sætta okk­ur við það að op­in­ber stefnu­mót­un á Íslandi væri í veiga­mikl­um atriðum ráðið af 40% kjós­enda.“

Óþarfa rót­tækni

- Hverj­ir eru styrk­leika þess stjórns­kerf­is sem við höf­um byggt upp?

„Ég vil fyrst og fremst kalla þetta óvissu­ferð. Það er verið að leggja til miklu rót­tæk­ari breyt­ing­ar held­ur en ástæða er til. Það hef­ur eng­inn haldið því fram með nein­um rök­um sem ég hef heyrt að hrunið hafi stafað af stjórn­ar­skrá Íslands. Það hef­ur eng­inn haldið því fram. Menn hafa nefnt að það hafi alltaf verið hug­mynd­in að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána þegar hún var sett 1944. Staðreynd­in er sú að það er búið að end­ur­skoða hana að mjög mikl­um hluta. Það eru þrír kafl­ar eft­ir; al­menni hlut­inn, fram­kvæmda­valdið og dómsvaldið.

Stund­um er rætt um álags­próf. Segja má að nú­ver­andi stjórn­ar­skrá hafi lent í ágæt­is álags­prófi í hrun­inu 2008. Menn geta svo deilt um það hvað hafi farið úr­skeiðis og hvað ekki. Þrátt fyr­ir allt stóðst þessi stjórn­skip­un það áhlaup býsna vel. Ég held að það verði ekki um það deilt.“

Of­meta áhrif af regl­um

- Hvað með sjón­ar­mið að það sé grund­vall­ar­mein­semd í ís­lensku sam­fé­lagi og að það þurfi að koma á nýj­um viðhorf­um til stjórn­mála og valdreif­ing­ar?

„Þá eru að menn að of­meta hvað þú get­ur gert með því að breyta lög­um og regl­um. Viðhorf­um til Íslend­inga til stjórn­mála og stjórn­mála­manna er ekki breytt með því að breyta lög­um og regl­um. Vanda­málið á Íslandi er að traust á stjórn­mála­mönn­um hef­ur orðið fyr­ir mikl­um hnekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þetta traust sé hægt að end­ur­vinna með því að fara í þessa óvissu­ferð sem nýja stjórn­ar­skrá­in er. Ég leyfi mér að spyrja á hverju bygg­ir sú skoðun eig­in­lega? Bygg­ir hún á vönduðum rök­stuðningi eða skoðun á mál­inu?

Það er þekkt að traust á stjórn­mál­um og stofn­un­um lýt­ur svo­lítið sér­stök­um lög­mál­um. Aðaláhrifa­vald­ur­inn er umræðan í sam­fé­lag­inu. Það sem á kannski stærst­an hlut í að traust á stjórn­mála­mönn­um – og þá ekki bara á Íslandi – hef­ur minnkað er viðvar­andi nei­kvæð umræða. Það er stöðugt verið að segja að það sé ekk­ert að marka stjórn­mála­menn og það sem þeir eru að gera. Af­leiðing­in er auðvitað sú að fólk sem hef­ur ekki beina reynslu af stjórn­mál­um, stefnu­mót­un og svo fram­veg­is hef­ur ríka til­hneig­ingu til að trúa því að eitt­hvað mikið sé að. Nú er ég ekki að segja að það sé ekk­ert að. Það er hins veg­ar ekki sjálf­gefið að það sé sam­ræmi milli þess sem er að og fólk held­ur að sé að.“

- Áttu þá við að þessi óá­byrga umræða sé far­in að valda okk­ur skaða?

„Já. Það eru til margskon­ar alþjóðleg­ir kvarðar, sem eru að vísu mis­góðir, þar sem er reynt að meta frammistöðu ríkja hvað varðar gríðarlega marga þætti. Á lang­sam­lega flest­um þess­ara kvarða er Ísland á svipuðu róli og hin Norður­lönd­in sem al­mennt raða sér í hæstu sæt­in. Það er mjög erfitt að halda því fram að hér sé allt í ólestri grund­velli þess sem við vit­um. Menn geta hins veg­ar verið ósátt­ir við margt og haldið ýmsu fram á grund­velli þess en það bygg­ir ekki á þess kon­ar reynsluþekk­ingu sem ég held að við eig­um að reyna að byggja okk­ar op­in­beru ákv­arðana­töku á,“ seg­ir Gunn­ar Helgi Krist­ins­son pró­fess­or.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka