Ísland í betri stöðu utan ESB

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtalinu við CNN.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtalinu við CNN. Skjáskot af Cnn.com

„Við erum hér í miðju Norður-Atlants­haf­inu. Ná­granni okk­ar í austri, Nor­eg­ur, er fyr­ir utan Evr­ópu­sam­bandið. Ná­granni okk­ar í vestri, Græn­land, ákvað að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið. Og þegar horft er til framtíðar Norður­skautsvæðis­ins, sem er smám sam­an að verða að ein­um mik­il­væg­asta vett­vangi efna­hags­mála heims­ins á 21. öld­inni, þá tel ég Ísland í betri aðstöðu til þess að hafa hag af framtíð svæðis­ins með því að viðhalda nú­ver­andi stöðu frek­ar en að láta Evr­ópu­sam­bandið tala fyr­ir okk­ar hönd.“

Þetta seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands í viðtali sem birt er á vef banda­rísku sjón­varps­stöðvar­inn­ar CNN í kvöld en sjón­varps­maður­inn Rich­ard Qu­est var stadd­ur hér á landi í nóv­em­ber síðastliðnum og ræddi þá við for­set­ann. Qu­est spurði Ólaf meðal ann­ars um af­stöðu hans til Evr­ópu­mál­anna og þar með talið hvort hann myndi vísa ákvörðun um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í þjóðar­at­kvæði ef á þyrfti að halda.

„Al­ger­lega. Það var það sem ég sagði í for­seta­kosn­ing­un­um fyrr á þessu ári og ég var end­ur­kjör­inn í embætti í fimmta sinn á grund­velli þess lof­orðs,“ svaraði hann. Einnig var rætt um ákvörðun Ólafs um að neita að und­ir­rita Ices­a­ve-samn­ing­ana og vísa þeim í þjóðar­at­kvæði og sagði hann að um hefði verið að ræða erfiðustu ákv­arðanir sem hann hafi þurft að taka. Hann hafi hins veg­ar ákveðið að horfa frem­ur á lýðræðis­leg­an rétt þjóðar­inn­ar en láta und­an þrýst­ingi evr­ópskra stjórn­mála­manna og hagspek­inga.

Qu­est spurði Ólaf hvort hann teldi að slík ákvörðun hafi aðeins verið mögu­leg á Íslandi og ekki til að mynda í Grikklandi og svaraði hann því til að Grikk­ir hafi ekki haft þann mögu­leika að geng­is­fella gjald­miðil sinn þar sem þeir væru á evru­svæðinu. Þeir hefðu engu að síður getað markað sömu stefnu varðandi bank­ana. „Ég hef oft spurt þeirr­ar spurn­ing­ar hvers vegna bank­ar eru álitn­ir heil­ag­ari í hag­kerf­inu en önn­ur fyr­ir­tæki sem skila meiri fram­leiðslu.“

Qu­est spurði Ólaf einnig að því hvort hann teldi að ís­lenskt þjóðfé­lag hefði jafnað sig eft­ir banka­hrunið. „Það eru enn sár, það eru enn ör, það er enn óánægja og það er enn reiði. En á heild­ina litið hef­ur lýðræðis­leg­ur vilji þjóðar­inn­ar gert okk­ur kleift að ná okk­ur á strik aft­ur og stefna á vit framtíðar­inn­ar nokkuð sjálfs­ör­ugg um að við get­um byggt upp betra sam­fé­lag.“

Viðtalið í heild má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert