Kvennastörf verst úti

mbl.is/Ómar

Viðvar­an­ir Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja (SSF) um að fjár­sýslu­skatt­ur sem leggst á eina starfs­stétt á vinnu­markaði leiði til fækk­un­ar starfa kvenna í úti­bú­um, þjón­ustu­ver­um og bakvinnslu fjár­mála­fyr­ir­tækja, hafa gengið eft­ir, að mati sam­tak­anna.

„[...] frá upp­hafi álagn­ing­ar 1. janú­ar 2012 hafa rúm­lega 100 starfs­menn í fram­an­greind­um þjón­ustu­störf­um misst vinn­una, þar af 90 kon­ur,“ seg­ir í um­sögn sam­tak­anna til efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is. Þar er áform­um um hækk­un skatts­ins úr 5,45% í 6,75% mót­mælt harðlega.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðbert Trausta­son, formaður SSF, r sömu lög­mál hér á ferð og t.a.m.við gjald­tök­una af fisk­veiðunum. Hún komi alltaf niður á störf­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert