Mókolla orðin heimsfræg

Kýrin Mókolla frá Kirkjulæk í Fljótshlíð.
Kýrin Mókolla frá Kirkjulæk í Fljótshlíð.

Kýrin Mókolla frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er orðin þekkt utan landsteinanna en hún sló nýverið Íslandsmet í æviafurðum. Hafði hún þá mjólkað hvorki meira né minna en 111.354 kg á 14 árum.

Fjallað er um þetta afrek Mókollu á <a href="http://www.upi.com/Odd_News/2012/12/13/Icelandic-cow-sets-new-record-for-milk/UPI-38281355377640/">bandaríska fréttavefnum UPI.</a> Þar er sagt frá farsælli ævi Mókollu og m.a. frá því að hún hafi fæðst 7. apríl 1996 og sé því á sínum 17. vetri.

Sagt var frá þessum tíðindum <a href="/frettir/innlent/2012/12/11/kyrin_mokolla_setur_slandsmet/">á mbl.is 11. desember</a> og þá vitnað í frétt Búnaðarsambands Suðurlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert