Ögmundarstofa

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson

„Oscar Wilde sagði eitt sinn að hann gæti staðist allt nema freistingar. Fyrir stjórnlynda stjórnmálamenn á borð við Ögmund Jónasson er sömuleiðis fátt meira freistandi en gott tækifæri til að stjórna freistingum annarra enda eru stjórnlyndir að öllu jöfnu ófærir um að hafa stjórn á eigin ofstjórnunaráráttu“ segir Arnar Sigurðsson í grein í Morgunblaðinu í dag.

 Í grein sinni segir Arnar m.a.: „Til einföldunar má skipta fjárhættuspili þjóðarinnar í tvennt. Annarsvegar innlenda spilakassa og happdrættismiða sem hver sem er getur keypt, börn jafnt sem fullorðnir, andlega vanheilir sem heilbrigðir. Þá starfsemi telur Ögmundur að „njóti virðingar og sé samfélaginu mikilvæg“. Hinsvegar eru erlendar veðmálasíður sem samkvæmt Ögmundi eru upp til hópa reknar af alþjóðlegum glæpahringjum sem af einhverjum ástæðum takmarka þó aðgang við þá sem hafa greiðslukort og náð hafa 18 ára aldri.“

Síðar í greininni segir Arnar: „Veruleikafirring Ögmundar er reyndar slík að í greinargerð með frumvarpinu er beinlínis viðurkennt að: „Enginn vafi er á því að greiðslumiðlunarbann telst hindrun á þjónustufrelsi í skilningi Evrópuréttar.“ Að viðurkenna lögbrot í greinargerð með lagafrumvarpi hlýtur að vera nýlunda hér á landi og verðugt rannsóknarverkefni fyrir svokallaða stjórnsýslufræðinga.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert