Ekkert til okkar að sækja

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á sáttastundu. mbl.is/Ómar

„Það er klárt mál frá okkar hendi að það er ekkert til okkar að sækja. Fyrirtækin eru ekki í stakk búin til að taka á sig meiri launahækkanir,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands ákváðu á fundi í gær að krefjast meiri launahækkana við endurskoðun kjarasamninga í upphafi næsta árs en gert er ráð fyrir.

„Við lítum svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar, þó að allar líkur séu á að hin almenna kaupmáttarviðmiðun standist. Verðbólgu- og gengisforsendur samninganna hafa hins vegar brostið. Í því felst að fyrirtæki í landinu og sveitarfélög og ríkið hafa leyst úr sínum vanda með því að hækka verð á vörum og þjónustu umfram það sem við gerðum ráð fyrir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um rökstuðning fyrir kröfum ASÍ um launahækkanir umfram það sem gert er ráð fyrir. 

Vilmundur bendir á að kaupmáttur launa hafi aukist umtalsvert frá síðustu kjarasamningum. Það skipti mestu máli. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu segist Vilmundur telja eðlilegt að ASÍ snúi sér til ríkisstjórnarinnar með þau mál sem hún hafi svikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert