Íslendingar keypt 4.000 geitur

ACT/Paul Jeffrey

Um síðustu jól var geit­in vin­sæl­asta jóla­gjöf­in hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Á gjaf­bréfasíðunni, Gjöf sem gef­ur, seld­ust fyr­ir síðustu jól meira en 500 geit­ur. Sal­an fer mjög vel af stað í ár en hæn­ur og vatn er líka mjög vin­sælt. Einnig er hægt að kaupa gjafa­bréf til styrkt­ar verk­efn­um á Íslandi t.d. til að styrkja börn og ung­menni vegna skóla­göngu.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Fjöl­breytt gjafa­bréf eru í boði á gjof­sem­gef­ur.is, frá spar­hlóðum á 1.600 krón­ur og upp í heil­ann brunn á 180.000 krón­ur. Mörg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir eru einnig far­in að nýta sér gjafa­bréf­in til að senda viðskipta­vin­um sín­um jóla­kveðju og um leið láta gott af sér leiða.

„Það skemmti­lega við gjafa­bréf­in er að all­ir eru ánægðir, þeir sem fá jóla­kveðjuna  og þeir sem eiga erfitt og njóta góðs af. Geit­in gef­ur af sér mjólk, kjöt, tað til áburðar, af­kvæmi og skinn. Taðið bæt­ir upp­sker­una, fæðan verður fjöl­breytt­ari með pró­tín­um geita­af­urðanna og heils­an batn­ar. Þannig verður af­koma fá­tækr­ar fjöl­skyldu í Mala­ví eða Úganda ör­ugg­ari og lífs­gæðin meiri. Og jól­in gleðilegri hjá þeim sem gef­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Á síðustu fimm árum hafa 3.000 hæn­ur og 4.000 geit­ur verið seld­ar hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert