Jólamaturinn allt að 70% dýrari

Verð á jóla­mat hef­ur hækkað um­tals­vert síðan í fyrra, að því er fram kem­ur í nýrri verðkönn­un sem verðlags­eft­ir­lit ASÍ gerði í versl­un­um á þriðju­dag.  Verð hef­ur hækkað um allt að 70%, en al­geng­ast er að sjá um 5-10% hækk­un á vöru­verði. Hag­kaup eru eina versl­un­in þar sem sjá­an­leg lækk­un er á vöru­verði síðan í fyrra, en í um helm­ingi til­vika hef­ur verð á vöru í sam­an­b­urðinum lækkað og má benda á að meðan Hag­kaup lækka verðið á t.d. reyktu jóla­kjöti á milli ára, hækk­ar það í hinum versl­un­un­um sem eru í sam­an­b­urðinum. 

Birkireykt úr­beinað hangilæri frá SS er á borðum margra heim­ila nú yfir jóla­hátíðina og hef­ur það hækkað tölu­vert í verði síðan í des­em­ber 2011. Mesta hækk­un­in hef­ur orðið hjá Nettó en þar kostaði kílóið 2.979 kr. í fyrra en kost­ar nú 3.459 kr. sem er 16% hækk­un, hjá Bón­us og Krón­unni kostaði kílóið 2.889 kr. í fyrra en kost­ar nú 3.279 kr. sem er 13% hækk­un, hjá Fjarðar­kaup­um kostaði kílóið 3.393 kr. í fyrra en kost­ar nú 3.589 kr. sem er 6% hækk­un. Hangi­kjötið lækkaði hins veg­ar í verði um eina krónu hjá Hag­kaup­um úr 3.299 kr. í 3.298 kr. 

Blá­berja­ostakak­an hækkað um 25%

Sem dæmi um mikl­ar hækk­an­ir má nefna að verð á blá­berja­osta­köku frá MS hef­ur  hækkað um 25% hjá Krón­unni, um 21% hjá Bón­us, um 10% hjá Sam­kaup­um-Úrvali, um 7% hjá Hag­kaup­um og um 6% hjá Fjarðar­kaup­um. Aðrar hækk­an­ir sem benda má á eru t.d. hvít jóla­terta frá Myll­unni 300 g sem hef­ur hækkað um 13% hjá Fjarðar­kaup­um, 12% hjá Bón­us og Nettó, um 9% hjá Krón­unni en nán­ast staðið í stað hjá Sam­kaup­um- Úrvali. Hjá Hag­kaup­um er verðið á jóla­tert­unni það sama og í fyrra.  

Ein­stöku lækk­an­ir eru sjá­an­leg­ar í flest­um versl­un­un­um. Þar má nefna 2 l Eg­ils app­el­sín frá Ölgerðinni sem lækkað hef­ur í verði um 24% hjá Sam­kaup­um-Úrvali, um 12% hjá Hag­kaup­um, um 7% hjá Fjarðar­kaup­um, um 5% hjá Bón­us, um 2% hjá Krón­unni en app­el­sínið hækkaði í verði hjá Nettó um 11%.  Aðrar vör­ur sem hafa lækkað í verði eru t.d. Osk­ar villi­bráðar­kraft­ur, Kristjáns laufa­brauð og graf­inn lax frá Eðal­fiski.

Þær verðbreyt­ing­ar sem hér eru birt­ar miða við breyt­ing­ar á verði versl­ana milli verðkann­ana verðlags­eft­ir­lits ASÍ frá 12. des­em­ber 2011 og 11. des­em­ber 2012. Mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverj­um tíma í versl­un­inni og geta til­boðsverð haft áhrif á verðbreyt­ing­ar ein­stakra vara.

Könn­un­in var gerð á sama tíma í eft­ir­töld­um versl­un­um: Bón­us, Krón­unni, Nettó, Fjarðar­kaup­um, Sam­kaup­um Úrval og Hag­kaup­um.

Hér er aðeins um bein­an verðsam­an­b­urð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjón­ustu söluaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert