Meirihlutinn í Garði fallinn

Sveitarfélagið Garður.
Sveitarfélagið Garður. www.svgardur.is

Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Garði, hefur óskað eftir hléi eða lausn frá bæjarstjórnarstörfum í Garði. Það þýðir að nýr meirihluti sem stofnaður var í vor, eftir að Kolfinna hætti stuðningi við meirihluta D-listans, er fallinn.

Þetta kemur fram í frétt á vef Víkurfrétta. D-listinn fær með þessu aftur hreinan meirihluta í Garði þar sem varamaður Kolfinnu er D-listamaður.

Kolfinna sendi bæjarstjórnarfólki í Garði neðangreinda tilkynningu:

„Til þess er málið varðar

Vegna stöðu minnar sem foreldri fatlaðrar dóttur og baráttu hennar við að fá lögbundna þjónustu af hendi Sv. Garðs sem er í höndum félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga, vegna þess ágreinings sem orðið hefur vegna stöðu minnar sem bæjarfulltrúa og þeirrar stöðu sem ég hef verið í vegna þess atburðar sem nýverið átti sér stað á skammtímavistuninni Heiðarholti í Garði, sé ég mér ekki annað fært en að óska eftir hléi eða lausn á bæjarstjórnarstörfum mínum í bæjarstjórn Sv. Garðs frá 1. janúar 2013 um óákveðinn tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert