Síldin syndir upp í fjöru

Síld er á fjörum um allan Kolgrafarfjörð, mismikið eftir svæðum.
Síld er á fjörum um allan Kolgrafarfjörð, mismikið eftir svæðum. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Vísindamenn hafa ekki skýringar á ástæðum þess að síld gengur á land og drepst í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar tóku sýni af dauðri síld í gær og í dag verður hitastig fjarðarins mælt.

„Ég fylgdist með henni í yfirborðinu að keyra sig upp í fjöruna. Það var enginn háhyrningur að reka hana upp núna,“ segir Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafró í Ólafsvík, sem fór í gær til að taka sýni.

Hann segir að dauð síld sé á fjörum beggja vegna fjarðarins, mismikil þó. Telur hann að mest sé innarlega í firðinum að austanverðu og neðan við Eiði sem er vestan fjarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert