Síldin syndir upp í fjöru

Síld er á fjörum um allan Kolgrafarfjörð, mismikið eftir svæðum.
Síld er á fjörum um allan Kolgrafarfjörð, mismikið eftir svæðum. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Vís­inda­menn hafa ekki skýr­ing­ar á ástæðum þess að síld geng­ur á land og drepst í Kolgrafarf­irði á Snæ­fellsnesi. Starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar tóku sýni af dauðri síld í gær og í dag verður hita­stig fjarðar­ins mælt.

„Ég fylgd­ist með henni í yf­ir­borðinu að keyra sig upp í fjör­una. Það var eng­inn há­hyrn­ing­ur að reka hana upp núna,“ seg­ir Hlyn­ur Pét­urs­son, úti­bús­stjóri Hafró í Ólafs­vík, sem fór í gær til að taka sýni.

Hann seg­ir að dauð síld sé á fjör­um beggja vegna fjarðar­ins, mis­mik­il þó. Tel­ur hann að mest sé inn­ar­lega í firðinum að aust­an­verðu og neðan við Eiði sem er vest­an fjarðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert