Sofnaði við stjórnvölinn

Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Ekki var hægt …
Jónína Brynja ÍS 55 brotin á strandstað. Ekki var hægt að bjarga bátnum en hægt var að ná verðmætum tæknibúnaði úr honum. mbl.is/Reimar

„Það er ekki búið að taka þetta mál fyrir í rannsóknarnefndinni. Við höfum aflað gagna og við höfum lauslega talað við skipstjórann og hann viðurkennir það að hafa verið sofandi,“ segir Jón A. Ingólfsson, formaður sjóslysanefndar, um strand Jónínu Brynju ÍS-55 undir lok nóvember.

Viðvörunarbúnaður skipsins var jafnframt ekki í gangi og þegar báturinn strandaði.

Báturinn strandaði með tveimur mönnum um borð í klettum við Straumnes norðan Aðalvíkur á Vestfjörðum þann 25. nóvember. Mennirnir komust af sjálfsdáðum í land.

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út en þyrlan hífði mennina upp við erfiðar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert