„Þingið var að mati ASÍ vísvitandi blekkt“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, hef­ur í um­sögn við bandorms­frum­varpið svo­nefnda um ýms­ar skatta­laga­breyt­ing­ar vakið at­hygli Alþing­is á því að verði skatt­lagn­ing á líf­eyr­is­rétt­indi al­menns launa­fólks ekki af­num­in telji ASÍ „sig knúið til þess að leita á náðir dóm­stól­anna til að fá þessu broti á jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar hnekkt.

Und­ir­bún­ing­ur að slík­um mála­ferl­um er þegar haf­inn, seg­ir í um­sögn ASÍ til nefnda­sviðs Alþing­is.

ASÍ leitaði til Ragn­ars Aðal­steins­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns til að fá mat hans á því hvort um­rædd laga­setn­ing stæðist ákvæði jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar og tel­ur Ragn­ar ljóst að svo sé ekki. Minn­is­blað með úr­drætti úr rök­studdu áliti Ragn­ars fylg­ir um­sögn ASÍ til Alþing­is.

Málið snýst um hvort sjóðfé­lög­um í al­mennu líf­eyr­is­sjóðunum sé mis­munað með ólög­mæt­um hætti, þar sem skatt­lagn­ing­in sem komið var á með lög­um í fyrra valdi skert­um líf­eyr­is­rétt­ind­um þeirra en líf­eyr­is­rétt­indi sjóðafé­laga í op­in­beru sjóðunum verði ekki fyr­ir nein­um áhrif­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert