„Þingið var að mati ASÍ vísvitandi blekkt“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur í umsögn við bandormsfrumvarpið svonefnda um ýmsar skattalagabreytingar vakið athygli Alþingis á því að verði skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks ekki afnumin telji ASÍ „sig knúið til þess að leita á náðir dómstólanna til að fá þessu broti á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar hnekkt.

Undirbúningur að slíkum málaferlum er þegar hafinn, segir í umsögn ASÍ til nefndasviðs Alþingis.

ASÍ leitaði til Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns til að fá mat hans á því hvort umrædd lagasetning stæðist ákvæði jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og telur Ragnar ljóst að svo sé ekki. Minnisblað með úrdrætti úr rökstuddu áliti Ragnars fylgir umsögn ASÍ til Alþingis.

Málið snýst um hvort sjóðfélögum í almennu lífeyrissjóðunum sé mismunað með ólögmætum hætti, þar sem skattlagningin sem komið var á með lögum í fyrra valdi skertum lífeyrisréttindum þeirra en lífeyrisréttindi sjóðafélaga í opinberu sjóðunum verði ekki fyrir neinum áhrifum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert