Fyrstu mælingar á smæstu ýsuseiðunum, 2012-árganginum, benda til þess að hann sé sá lakasti frá 1996 þegar stofnmælingar að haustlagi hófust. Er það fimmti slaki ýsuárgangurinn í röð.
Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir það ekki ýta undir væntingar um að stofninn sé að rétta úr kútnum.
Stofnvísitala ýsu reyndist svipuð og árið 2010, þegar síðast var mælt að hausti. Er hún þó aðeins rúmur helmingur af því sem var 2004 þegar stofnvísitalan var hæst.
Niðurstöður mælinganna benda til að heldur meira sé af stærri ýsu en stofnmatið sl. vor gaf til kynna.