Björgunarsveitirnar sem leitað hafa jeppamanna sem sendu frá sér neyðarkall um tvöleytið í dag hafa snúið til byggða. Búið er að kemba veginn yfir Þorskafjarðarheiði í leit að vísbendingum en þær slóðir sem fundust fóru stutt inn á heiðina. Þeir ferðalangar sem á heiðinni voru höfðu ekki séð til neinna jeppa þarna í dag.
Ekki er því talin ástæða til frekari leitar nema frekari vísbendingar berist. Sem fyrr sagði barst neyðarkall á rás 16 á VHF kerfinu um tvöleytið í dag þar sem maður eða menn sögðust vera fastir á jeppa á Þorskafjarðaheiði. Í upphafi neyðarkallsins var tvítekið orðið Mayday svo ekki fór á milli mála að um neyðarkall var að ræða. Sé um gabb að ræða verður að telja það ansi grátt gaman og er slíkt ætíð litið alvarlegum augum, segir í tilkynningu Landsbjargar um málið.
Frétt mbl.is: Mayday, mayday, föst í bíl upp á heiði